Þótt Eyjamenn væru manni færri í 90 mínútur sigruðu þeir Selfyssinga, 1:0, í 12. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.
Þetta er sjötti sigur ÍBV í röð og liðið styrkti enn frekar stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði KR og á leik til góða. Selfoss situr eftir í 11. og næstneðsta sætinu með 8 stig og það sígur enn á ógæfuhliðina hjá nýliðunum.
Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður ÍBV, fékk rauða spjaldið eftir aðeins 40 sekúndna leik fyrir að brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni sem var kominn einn í gegn. Rasmus Christiansen skoraði fyrir ÍBV á 25. mínútu og það reyndist sigurmarkið en Eyjamenn voru sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir liðsmuninn.
Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Tonny Mawejje, George Baldock, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson, Christian Olsen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Andri Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Halldór Páll Geirsson (M), Ragnar Leósson, Eyþór Helgi Birgisson, Víðir Þorvarðarson, Ian Jeffs.
Lið Selfoss: Ismet Duracak - Sigurður E. Guðlaugsson, Bernard P. Brons, Endre Ove Brenne, Robert Sandnes, Babacar Sarr, Jon André Röyrane, Jón Daði Böðvarsson, Ólafur Karl Finsen, Moustapha Cissé, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Ingólfur Þórarinsson, Abdoulaye Ndiaye, Gunnar Már Hallgrímsson (M), Joe Tillen, Svavar Berg Jóhannsson, Tómas Leifsson, Magnús Ingi Einarsson.