Jesper Holdt Jensen samdi við ÍA

Jesper í leik gegn Þór í fyrra.
Jesper í leik gegn Þór í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Danski miðjumaðurinn Jesper Holdt Jensen er genginn í raðir Skagamanna en hann lék með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í fyrra.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÍA, staðfestir þetta við netmiðilinn 433.is og segir að gerður hafi verið tveggja og hálfs árs langur samningur við Danann.

Jesper Holdt Jensen spilaði 13 leiki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk. Hann verður væntanlega kominn með leikheimild fyrir stórleik KR og ÍA á mánudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert