Gordon hetja ÍBV - Jafnt á Hlíðarenda

Úr leik Vals og Þórs/KA í kvöld.
Úr leik Vals og Þórs/KA í kvöld. mbl.is/Sigurgeir S.

Shaneka Gordon var hetja ÍBV sem vann Breiðablik, 2:1, í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en hún skoraði bæði mörk Eyjakvenna, það síðara í uppbótartíma.

Á Hlíðarenda komst Valur í 2:0 gegn Þór/KA og stjórnaði leiknum algjörlega en toppliðið sýndi mikinn karakter og jafnaði metin áður en yfir lauk, 2:2.

Fylgst var með leikjunum í beinni textalýsingu en hana má lesa hér að neðan.

Valur - Þór/KA 2:2 (Leikskýrsla)
(Johanna Rasmussen 42., Arna Sif Ásgrímsdóttir 55. sjálfsm. - Katrín Ásbjörnsdóttir 72. víti., Lillý Rut Hlynsdóttir 80.)
Breiðablik - ÍBV 1:2 (Leikskýrsla)
(Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 58. - Shaneka Gordon 2., 90.) 

19.46 LEIK LÝKUR Í KÓPAVOGI MEÐ SIGRI ÍBV, 2:1.

19.48 LEIK LÝKUR Á HLÍÐARENDA MEÐ JAFNTEFLI, 2:2.

19.46 MARK Í KÓPAVOGI! Staðan er 1:2. Eyjakonur eru að stela stigunum þremur í Kópavogi. Shaneka Gordon skorar sitt annað mark í leiknum eftir skyndisókn á fyrstu mínútu í uppbótartíma.

19.43 HLÍÐARENDI Svava Rós Guðmundsdóttir kemst í dauðafæri fyrir Val í uppbótartíma en skýtur í hliðarnetið.

19.42 Það er mikið fjör á Hlíðarenda þar sem bæði lið reyna að skora sigurmarkið. Sama er í gangi á Kópavogsvelli þar sem eru ríflega tvær mínútur eftir. 

19.31 MARK Á HLÍÐARENDA! Staðan er 2:2. Þetta er ótrúlegt. Þvert gegn gangi leiksins er topplið Þórs/KA búið að jafna metin. Gestirnir að norðan nýta sér klaufagang í vörn Valskvenna og Lillý Rut Hlynsdóttir skorar á 80. mínútu eftir að hafa fengið laglega sendingu inn fyrir. Lillý kláraði færið sitt vel með utanfótar skoti.

19.31 HLÍÐARENDI Johanna Rasmussen í algjöru dauðafæri ein gegn Chantel í markinu eftir frábæran undirbúning Dóru Maríu en Chantel ver frábærlega.

19.29 KÓPAVOGUR Fimmtán mínútur eftir hjá Breiðablik og ÍBV. Sigurmark væri þýðingarmikið fyrir bæði lið.

19.24 MARK Á HLÍÐARENDA! Staðan er 2:1. Berglind Rós brýtur af sér inn í teig og Þór/KA fær vítaspyrnu. Katrín Ásbjörnsdóttir tekur vítið og skorar af öryggi á 72. mínútu. Þetta er mjög svo óverðskuldað en spurning hvort þetta kveiki í norðankonum.

19.20 HLÍÐARENDI Valskonur eru miklu betri í þessum leik og líklegri til að bæta við en Þór/KA að skora. Elín Metta Jensen á skot í slánna á 68. mínútu en rétt áðan hamraði Dagný Brynjarsdóttir knettinum einnig í slánna.

19.12 MARK Í KÓPAVOGI! Staðan er 1:1. Loksins jafnar Blikastúlkur og það á 58. mínútu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sleppur í gegnum vörn ÍBV og klárar færið sitt vel.

19.07 MARK Á HLÍÐARENDA Staðan er 2:0. Valskonur bæta við. Dagný Brynjarsdóttir gefur boltann fyrir frá hægri og Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA verður fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net. Sjálfsmark.

19.01 KÓPAVOGUR Blikar byrja seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrr. Í sókn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemst í dauðafæri eftir aðeins 42 sekúndur en skotið er varið.

19.00 Og þá er seinni hálfleikur einnig hafinn í Kópavogi þar sem ÍBV er yfir, 1:0.

18.58 Seinni hálfleikurinn er hafinn hér á Hlíðarenda.

18.46 Það er kominn hálfleikur í báðum leikjum. Valur og ÍBV hafa yfir í sínum leikjum.

18.41 MARK Á HLÍÐARENDA! Staðan er 1:0. Valskonur komast yfir á 42. mínútu. Rakel Logadóttir með fallega fyrirgjöf frá hægri og danski landsliðsmaðurinn Johanna Rasmussen skutlar sér á boltann og stangar hann í netið.

18.37 KÓPAVOGUR Blikarstúlkur eru með stórsókn að marki ÍBV en þeim gengur ekkert að skora. 

18.35 HLÍÐARENDI Sandra María Jessen var nánast sloppin ein í gegnum vörn Vals en Thelma Björk Einarsdóttir elti hana uppi og tæklaði boltann í horn. Virkilega vel gert. Hornspyrna barst á fjærstöngina þar sem Tahnai Annis var ein og óvölduð en hún skallaði boltann í hliðarnetið.

18.25 DAUÐAFÆRI! Þvílík færi á báðum völlum, nánast á sama tíma. Shaneka Gordon kemst aftur ein á móti markverði Blika en nú lætur hún verja frá sér. Nokkrum sekúndum síðar skýtur Dangý Brynjarsdóttir yfir mark Þórs/KA nánast á marklínu eftir glæsilegan undirbúning Rakelar Logadóttur.

18.24 Blikar sækja nokkuð stíft að marki ÍBV en Eyjakonur liggja til baka og beita hættulegum skyndisóknum. Hér á Hlíðarenda eru Valskonur að koma sér í allskonar góðar stöður inn í teig Þórs/KA en ná aldrei að gera sér mat úr góðum tækifærum.

18.14 HLÍÐARENDI Rakel Logadóttir í dauðafæri. Kemst ein á móti Chantel í markinu sem ver en boltinn fer í varnarmann Þórs/KA og þaðan aftur til Rakelar sem þarf ekkert annað en að sparka boltanum í autt markið frá vítateigslínunni. Hún tekur aftur á móti  aukasnertingu sem verður til þess að varnarmaður kemst fyrir skotið og bægir hættunni frá.

18.13 HLÍÐARENDI Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er farinn úr þjálaraúlpunni enda ágætis veður. Hann stendur nú á hliðarlínunni í gömlum, svörtum varabúningi Liverpool með töluna 14 og nafnið Alonso á bakinu. Skemmtilegur þjálfaraklæðnaður.

18.11 HLÍÐARENDI Þetta byrjar rólega á Hlíðarenda. Liðin skiptast á að sækja en hafa ekki náð að skapa sér nein færi.

18.05 KÓPAVOGUR Rakel Hönnudóttir ekki langt frá því að jafna metin fyrir Blika. Hún fær góða sendingu inn í teiginn og þrumar á markið úr dauðafæri en skotið er varið.

18.03 MARK Í KÓPAVOGI! Staðan er 0:1. Eyjakonur eru komnar yfir. Shaneka Gordon fær sendingu inn fyrir vörn Blika og skorar af miklu harðfylgi á 2. mínútu. 

18.00 Leikirnir eru hafnir bæði hér á Hlíðarenda og í Kópavogi.  

17.51 Liðin eru að klára upphitun hér á Hlíðarenda. Það eru rétt innan við tíu mínútur þar til þessir tveir toppleikir í Pepsi-deild kvenna byrja.

17.48 Eins og mbl.is greindi frá í dag er Þór/KA búið að fá mikinn liðstyrk. Fyrrverandi fyrirliði Dalsjöfors, Rebecca Johnson, spilar með norðankonum út tímabilið en hún er ekki komin með leikheimild og verður því ekki með í dag.

17.41 Eyjakonur eiga harma að hefna gegn Blikum en Breiðablik vann ÍBV í fyrri leik liðanna í sumar, 1:0, í Eyjum. Björk Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins. 

17.34 Þegar Þór/KA og Valur mættust fyrir norðan í 3. umferð Pepsi-deildarinnar skildu liðin jöfn, 1:1. Dagný Brynjarsdóttir kom Valskonum yfir en Sandra María Jessen, hver önnur, jafnaði fyrir Þór/KA.

17.30 Byrjunarliðin í leikjunum eru klár en þau má lesa hér að neðan. Katrín Ásbjörnsdóttir er komin aftur inn í lið Þórs/KA en hún kom ekki við sögu í tapi norðankvenna gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins síðastliðið föstudagskvöld.

Lið Vals: Brett Maron (M), Telma Ólafsdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Björnsdóttir, Elín Metta Jensen, Dóra María Lárusdóttir, Mist Edvardsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Johanna Rasmussen.
Varamenn: Þórdís María Aikman (M), Svava Rós Guðmundsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Svana Rún Hermannsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Katrín Gylfadóttir.

Lið Þórs/KA: Chantel Jones (M), Gígja Valgerður Harðardóttir, Tahnai Annis, Karen Nóadóttir, Sandra María Jessen, Lára Einarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Arna Sif Steingrímsdóttir, Kayle Grimsley, Aldís Marta Sigurðardóttir.
Varamenn: Elva Marý Baldursdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Helena Jónsdóttir, Hafrún Olgeirsdóttir, Arna Benný Harðardóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir. 

Lið Breiðabliks: Birna Kristjánsdóttir, María Rós Arngrímsdóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, Ragna Björg Einarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir, Raken Hönnudóttir, Þórdís Hörnn Sigfúsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Varamenn: Mist Elíasdóttir (M), Rakel Ýr Einarsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Jóna Kristín Hauksdóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Sif Hauksdóttir.

Lið ÍBV: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (M), Sóley Guðmundsdóttir, Julie Nelson, Elísa Viðarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Shaneka Gordon, Vesna Smiljkovic, Danka Podovak, Andrea Ýr Gústavsdóttir.
Varamenn: Karítas Þórarinsdóttir (M), Sara Rós Einarsdóttir, Sabrína Lind Adolfsdóttir, Hlíf Hauksdóttir, Svava Tara Ólafsdóttir, María Davis, Elínborg Ingvarsdóttir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert