Knattspyrnudeild Fram sendi í gær framkvæmdastjóra KSÍ erindi þar sem óskað var eftir því að brot Jóns Ragnars Jónssonar, leikmanns FH, á Steven Lennon, leikmanni Fram, í viðureign liðanna í Pepsi-deild karla síðasta mánudagskvöld yrði tekið fyrir hjá aganefnd. Lennon þríbrotnaði á rist þegar Jón renndi sér í hann undir lok leiksins.
Rafn Benedikt Rafnsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti þetta við Morgunblaðið og sagði að Framarar teldu sig knúna til að beina málinu í þennan farveg.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.