ÍBV styrkti stöðu sína í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, með því að sigra efsta liðið, KR-inga, 2:0 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.
KR-ingar voru manni færri mestallan leikinn því Hannes Þór Halldórsson markvörður fékk rauða spjaldið á 9. mínútu fyrir að brjóta á Víði Þorvarðarsyni í dauðafæri. Dæmd var vítaspyrna og úr henni skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson. Þegar 8 mínútur voru eftir innsiglaði síðan Guðmundur Þórarinsson sigurinn eftir sendingu frá Christian Olsen, 2:0.
KR er með 27 stig á toppnum en er nú með tveimur leikjum meira en FH sem er með 26 og spilar þessa stundina við Selfoss. ÍBV er komið með 23 stig í þriðja sæti en Stjarnan er með 22 stig og tekur á móti Keflavík í kvöld.
Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór E. Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Tonny Mawejje, George Baldock, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Víðir Þorvarðarson, Christian Olsen.
Varamenn: Andri Ólafsson, Yngvi M. Borgþórsson, Halldór Páll Geirsson (m), Ragnar Leósson, Jón Ingason, Sigurður Grétar Benónýsson, Ian Jeffs.
Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Haukur Heiðar Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson, Gunnar Þór Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor B. Arnarsson - Gary Martin, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Rhys Weston, Þorsteinn Már Ragnarsson, Emil Atlason, Jónas Guðni Sævarsson, Magnús Már Lúðvíksson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Fjalar Þorgeirsson (m).