Eyjamenn að missa af titilbaráttunni

Frá viðureign ÍBV og Keflavíkur í kvöld.
Frá viðureign ÍBV og Keflavíkur í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og Keflavík áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli og hófst klukkan 18. Keflavík sigraði 1:0 með marki frá markahróknum Guðmundi Steinarssyni. Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

ÍBV er búið að tapa tveimur leikjum af síðustu þremur eftir að hafa unnið þar áður sex leiki í röð. Liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH sem á leik til góða á móti KR.

Keflavík fór upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri og er liðið í baráttu um Evrópusæti.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Víðir Þorvarðarson, Georg Baldock, Guðmundur Þórarinsson Tonny Mawejje, Christian Olsen, Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Varamenn: Albert Sævarsson - Andri Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Jón Ingason,
Sigurður Benónýsson, Gauti Þorvarðarson, Ian Jeffs.


Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Magnús Þór Magnússon, Haraldur Freyr Guðmundsson, Denis Selimovic, Jóhann Benediktsson - Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Bojan Stefán Ljubicic - Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson.

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson - Viktor Smári Hafsteinsson, Rafn Markús Vilbergsson, Eyþór Ingi Einarsson, Sigurbergur Elísson, Hörður Sveinsson, Elías Már Ómarsson.

ÍBV 0:1 Keflavík opna loka
90. mín. Ian Jeffs (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Stórsókn Eyjamanna. Ian Jeffs fékk frían skalla við markteigshornið en hitti boltann illa og skallaði framhjá.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert