Blikar sofnuðu á verðinum þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í Kópavoginn í kvöld, þegar leikið var í 17. umferð Pepsi-deild karla og fengu fyrir vikið bara eitt stig eftir 1:1 jafntefli en stigið var Selfoss kærkomið.
Fátt var um færi og í raun lítið um að vera þar til Rafn Andri Haraldsson skallaði í mark Selfoss á 33. mínútu og eftir það fór allt í sama farið. Þegar leið á síðari hálfleik hresstust gestirnir og Tómas Leifsson jafnaði í 1:1 á 64. mínútu en þar við sat þrátt fyrir að Selfyssingar væru mjög sprækir í skyndisóknum sínum og Blikar ættu einnig opin færi.
Breiðablik og Selfoss eigast við á Kópavogsvellinum klukkan 18:00 í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.
ALLAR LÝSINGAR KVÖLDSINS Á EINUM STAÐ
Breiðablik: Ingvar Þór Kale (m), Finnur Orri Margeirsson, Renee Troost, Ben J. Everson, Rafn Andri Haraldsson, Sverri Ingi Ingason, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Nichlas Rohde, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðsson (m), Gísli Páll Helgason, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Stefán Þór Pálsson.
Selfoss: Ismet Duracak (m) , Bernard Petrus Brons, Jón Daði Böðvarsson, Babacar Sarr, Viðar Örn Kjartansson, Egill Jónsson, Robert Sandnes, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Tómas Leifsson, Jon André Röyrane, Endre Ove Brenne.
Varamenn: Gunnar Már Hallgrímsson (m), Sigurður E. Guðlaugsson, Ingólfur Þórarinsson, Ólafur Karl Finsen, Hafþór Þrastarson, Ivar Skjerve, Marko Hermo.