Keflavík auðveld bráð fyrir Val

Rúnar Már Sigurjónsson og Guðmundur Steinarsson í baráttu um boltann.
Rúnar Már Sigurjónsson og Guðmundur Steinarsson í baráttu um boltann. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að ráða lögum og lofum í Keflavík og vera einum fleiri í klukkustund þegar 17. umferð Pepsi-deildar var spiluð í kvöld tókst Valsmönnum ekki að brjóta Keflvíkinga niður fyrr en í blálokin með þremur mörkum og sigra 4:0.

Valsmenn fóru þar með uppfyrir Keflvíkinga og í 6. sætið með 24 stig en Keflavík er í 7. sætinu, líka með 24 stig.

 Kolbeinn Kárason framherji Vals var Keflvíkingum mjög erfiður enda skoraði hann á 15. mínútu og þrátt fyrir nokkur góð færi tókst gestunum ekki að bæta við marki fyrr en leið undir lokin.  Þá bætti Kolbeinn við marki með góðu skallamarki og síðan Indriði Áki Þorláksson, sem kom inná fyrir Kolbein.  Indriði bætti svo við sínu öðru marki í blálokin.

BÁÐIR LEIKIR KVÖLDSINS Á SAMA STAÐ.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Rafn Markús Vilbergsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon, Jóhann Ragnar Benediktsson, Bojan Stefán Ljubicic, Sigurbergur Elísson, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Daníel Gylfason, Eyþór Ingi Einarsson, Hörður Sveinsson, Elías Már Ómarsson, Samúel Kári Friðjónsson.

Lið Vals: Sindri Snær Jensson, Úlfar Hrafn Pálsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Jónas Þór Næs, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Haukur Páll Sigurðsson, Matthías Guðmundsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Kolbeinn Kárason.
Varamenn: Eyjólfur Tómasson, Haukur Ásberg Hilmarsson, Atli Heimisson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Þórir Guðjónsson, Indriði Áki Þorláksson, Andri Fannar Stefánsson.

Keflavík 0:4 Valur opna loka
90. mín. Indriði Áki Þorláksson (Valur) skorar Rúnar Már með netta sendingu innfyrir vörn Keflvíkinga og Indriði skorað af öryggi í vinstra hornið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert