Breiðablik sigraði Grindavík, 4:2, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Grindavíkurvelli í kvöld og komst með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar en Grindavík er sem fyrr í botnsætinu.
Blikar eru komnir með 26 stig og geta enn blandað sér í baráttuna um Evrópusæti en Grindvíkingar eru aðeins með 10 stig og eiga orðið sáralitla möguleika á að forða sér frá falli.
Breiðablik komst í 4:0 á fyrstu 34 mínútunum. Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarson og Rafn Andri Haraldsson skoruðu fyrir Blikana en Óli Baldur Bjarnason og Hafþór Ægir Vilhjálmsson svöruðu fyrir Grindavík í seinni hálfleik.
Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Loic Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Marko V. Stefánsson, Ray Anthony Jónsson, Matthías Örn Friðriksson, Iain Williamson, Óli Baldur Bjarnason, Scott Ramsay, Pape Mamadou Faye, Tomi Ameobi.
Varamenn: Hákon Ívar Ólafsson, Alex Freyr Hilmarsson, Ægir Þorsteinsson (m), Björn Berg Bryde, Magnús Björgvinsson, Daníel Leó Grétarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Gísli Páll Helgason, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Rafn Andri Haraldsson - Tómas Óli Garðarsson, Nichlas Rohde, Arnar Már Björgvinsson.
Varamenn: Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Ben J. Everson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Adam Örn Arnarson, Sigmar Ingi Sigurðarson (m).