Grindvíkingar fallnir

Víðir Þorvarðarsson fiskar vítið sem Andri Ólafsson skoraði úr.
Víðir Þorvarðarsson fiskar vítið sem Andri Ólafsson skoraði úr. mbl.is/Sigfús

Grindvíkingar er fallnir í 1. deild eftir 2:1 ósigur gegn ÍBV en liðin áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Hásteinsvellinum í dag.

Christian Steen Olsen og Andri Ólafsson úr vítaspyrnu komu Eyjamönnum í 2:0 í fyrri hálfleik en Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að laga stöðuna fyrir Grindvíkinga fljótlega í seinni hálfleik og þar við sat.

Lið ÍBV: Abel Dhaira; Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Christian Steen Olsen, Rasmus Christiansen, Víðir Þorvarðarson, Ian Jeffs.
Varamenn: Halldór Páll Geirsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Tryggvi Guðmundsson, Jón Ingvason, Gauti Þorvarðarson, Anton Bjarnason, Hafsteinn Gísli Valdimarsson.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson; Ray Anthony Jónsson, Pape Mamadou Faye, Ian James Williamson, Matthías Örn Friðriksson, Tomi Ameobi, Björn Berg Bryde, Ólafur Örn Bjarnason, Óli Baldur Bjarnaon, Marko Valdimar Stefánsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Varamenn: Ægir Þorsteinsson, Loic Ondo, Alex Freyr Hilmarsson, Scott Ramsey, Ægir Þorsteinsson, Magnús Björgvinsson, Daníel Leó Grétarsson. 

ÍBV 2:1 Grindavík opna loka
90. mín. Rangstæða á Brynjar Björn, miðvörð eyjamanna !!!
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert