Stórsigur Breiðabliks á KR

Kristinn Jónsson kom Blikum yfir með stórglæsilegu marki.
Kristinn Jónsson kom Blikum yfir með stórglæsilegu marki. mbl.is/Ómar

Breiðablik skellti KR í Vest­ur­bæn­um í dag, 4:0, í 19. og fjórðu síðustu um­ferð Pepsi­deild­ar karla í knatt­spyrnu. Þar með eru von­ir KR um að verja Íslands­meist­ara­titil­inn úr sög­unni.

KR var ná­lægt því að kom­ast yfir í leikn­um en Ingvar Kale varði víta­spyrnu frá Gary Mart­in og Emil Atla­son átti þrumu­skot í stöng. Krist­inn Jóns­son kom Blik­um hins veg­ar yfir á 34. mín­útu með stór­glæsi­legu marki beint úr auka­spyrnu og eft­ir það var sem all­ur vind­ur væri úr heima­mönn­um.

Dan­inn Nichlas Rohde kom Blik­um í 2:0 20 mín­út­um fyr­ir leiks­lok eft­ir und­ir­bún­ing vara­manns­ins Elfars Árna Aðal­steins­son­ar sem skoraði svo þriðja markið skömmu síðar eft­ir send­ingu Ben Ever­son. Tóm­as Óli Garðars­son bætti við fjórða mark­inu og það var stór­glæsi­legt skot upp í hægra mark­hornið.

Blikar eru því í bullandi bar­áttu um Evr­ópu­deild­ar­sæti en þeir eru nú með 29 stig, tveim­ur stig­um á eft­ir KR.

Fylgst var með gangi mála í leikn­um hér á mbl.is.

Lið KR: (4-3-3) Mark: Hann­es Þór Hall­dórs­son. Vörn: Magnús Már Lúðvíks­son, Grét­ar S. Sig­urðar­son, Bjarni Guðjóns­son, Aron Bjarki Jóseps­son. Miðja: Jón­as Guðni Sæv­ars­son, Bald­ur Sig­urðsson, Björn Jóns­son. Sókn: Emil Atla­son, Gary Mart­in, Þor­steinn Már Ragn­ars­son.

Vara­menn: Fjal­ar Þor­geirs­son, Jov­an Kujundzic, Óli Pét­ur Friðþjófs­son, Aron Gauti Kristjáns­son, Magnús Otti Bene­dikts­son, Vikt­or Bjarki Arn­ars­son, Atli Sig­ur­jóns­son.

Lið Breiðabliks: (3-5-2) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Renee Troost, Sverr­ir Ingi Inga­son. Miðja: Arn­ar Már Björg­vins­son, Andri Rafn Yeom­an, Tóm­as Óli Garðars­son, Rafn Andri Har­alds­son, Krist­inn Jóns­son. Sókn: Ben Ever­son, Nichlas Rohde.

Vara­menn: Sig­mar Ingi Sig­urðar­son, Sindri Snær Magnús­son, Elf­ar Árni Aðal­steins­son, Hauk­ur Bald­vins­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Adam Örn Arn­ar­son, Stefán Þór Páls­son.

KR 0:4 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Kristinn Jónsson (34. mín.)
skorar Nichlas Rohde (72. mín.)
skorar Elfar Árni Aðalsteinsson (81. mín.)
skorar Tómas Óli Garðarsson (90. mín.)
fær gult spjald Baldur Sigurðsson (39. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Þórður Steinar Hreiðarsson (52. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Stórsigur Blika staðreynd.
90 MARK! Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) skorar
0:4 Leikurinn var alveg að klárast þegar Tómas Óli kom með boltann að vítateignum vinstra megin og skrúfaði hann efst upp í hægra markhornið. Ótrúlega fallegt mark.
90 Haukur Baldvinsson (Breiðablik) kemur inn á
90 Nichlas Rohde (Breiðablik) fer af velli
87 Stefán Þór Pálsson (Breiðablik) kemur inn á
87 Ben J. Everson (Breiðablik) fer af velli
81 MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) skorar
0:3 Everson var með boltann við vítateiginn hægra megin og gaf svo fyrir á Elfar Árna sem sendi knöttinn neðst í vinstra markhornið af stuttu færi.
79 Atli Sigurjónsson (KR) kemur inn á
Rúnar þjálfari reynir að blása smá lífi í sóknarleik KR-inga.
79 Magnús Már Lúðvíksson (KR) fer af velli
75 Ben J. Everson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fínt skot utan teigs úr skyndisókn en Hannes átti þó ekki í vandræðum með að verja.
73 Breiðablik fær hornspyrnu
72 MARK! Nichlas Rohde (Breiðablik) skorar
0:2 Rohde tók þríhyrning með Elfari Árna við vítateigshornið hægra megin og fékk svo nægan tíma til að undirbúa skot sitt sem endaði í netinu þó að Hannes næði að komast í boltann.
69 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) kemur inn á
69 Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) fer af velli
68
Þorsteinn Már átti mjög góðan sprett meðfram endalínunni vinstra megin og kom boltanum svo inn í markteiginn þar sem Blikar náðu að koma knettinum í burtu.
65 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot sem er varið
Rohde var í frábæru færi eftir fyrigjöf frá hægri en Hannes náði með miklum naumindum að verja skot Danans.
62 Viktor Bjarki Arnarsson (KR) á skot framhjá
Slakt skot utan teigs.
58
Everson var slapp í gegnum vörn KR þegar Grétar Sigfinnur rann á rassinn nærri miðlínunni úti á kanti en Bjarni elti hann uppi og steig hann vel út við vítateigslínuna. Everson vildi nú fá eitthvað fyrir sinn snúð en ekki virtist um brot að ræða.
54 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Everson kom með boltann fram í afar álitlegri skyndisókn en var allt of lengi að gefa boltann frá sér. Hann kom honum þó loks á Tómas Óla sem átti þrumuskot utan teigs í hliðarnetið.
52 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Slæm tækling á Þorsteini Má úti við hliðarlínu.
48 KR fær hornspyrnu
47 KR fær hornspyrnu
46 Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. Liðin eru nánast óbreytt frá upphafi leiks en strax á 6. mínútu fór Björn Jónsson meiddur af velli og Viktor Bjarki kom í hans stað.
45
Breiðablik getur styrkt stöðu sína verulega í baráttunni um Evrópusæti. Blikar voru með 26 stig í 6. sæti fyrir leiki dagsins. ÍA (28) er að gera markalaust jafntefli við Val og Stjarnan (29) á leik við FH í kvöld.
45
Vonir KR-inga um að verja Íslandsmeistaratitilinn eru úr sögunni verði þetta úrslitin. Þeir eru meira að segja komnir niður fyrir ÍBV í 3. sæti á markatölu en Eyjamenn voru að enda við að vinna Grindavík og hafa því 31 stig eins og KR.
45 Hálfleikur
Leikurinn var bráðfjörugur lengi framan af fyrri hálfleik en botninn datt svolítið úr þessu eftir glæsimark Kristins Jónssonar beint úr aukaspyrnu. KR hafði fengið fullkomið tækifæri til að komast yfir þegar Þorsteinn Már krækti í vítaspyrnu en Ingvar Kale varði frá Gary Martin.
39 Baldur Sigurðsson (KR) fær gult spjald
Fyrir brot úti við hliðarlínu.
34 MARK! Kristinn Jónsson (Breiðablik) skorar
0:1 Þvílík fegurð! Kristinn tók aukaspyrnu nokkuð utan vítateigsins vinstra megin og þrumaði upp í vinstra markhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Hannes.
33 KR fær hornspyrnu
Þorsteinn Már vann sig upp að endamörkum vinstra megin við markteigslínuna og gaf svo stórhættulega sendingu fyrir markið en Sverrir Ingi náði að bjarga í horn.
32 Baldur Sigurðsson (KR) á skalla sem fer framhjá
Heldur laus skalli yfir markið eftir hornspyrnu Bjarna.
31 KR fær hornspyrnu
Eftir hornspyrnu Blika þrumaði Hannes boltanum fram á Gary Martin sem var einn gegn Tómasi Óla en fékk aðeins hornspyrnu.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
Kristinn átti hættulega hornspyrnu en KR-ingar náðu að skalla í horn.
30 Breiðablik fær hornspyrnu
Fjórða hornspyrna Blika.
28 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Rohde náði skalla úr þröngu færi á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fór langt framhjá.
28 Breiðablik fær hornspyrnu
25 KR fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna KR.
22 Gary Martin (KR) á skot sem er varið
Ingvar Kale var fljótur að kasta sér til hægri, nánast of fljótur, og varði af öryggi vítaspyrnu Martin.
21 KR fær víti
Þorsteinn Már lék laglega á Renee Troost sem felldi hann innan teigs. Augljós vítaspyrna.
18 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Tómas Óli átti ágætan sprett fram völlinn en hefði kannski mátt gefa boltann í stað þess að reyna skotið sem var máttlaust og auðvelt viðureignar fyrir Hannes.
17 Jónas Guðni Sævarsson (KR) á skot sem er varið
Jónas Guðni fékk boltann vinstra megin í teignum, sneri við og reyndi að skrúfa boltann upp í hægra markhornið en Ingvar var alltaf með þennan bolta.
15 Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) á skot sem er varið
Þorsteinn náði að fylgja á eftir skoti Emils en hitti boltann illa og Ingvar varði. Stórhætta á ferð, og það langbesta sem KR-ingar hafa sýnt til þessa.
15 Emil Atlason (KR) á skot í stöng
Vá! Emil fékk boltann úti fyrir vítateigshorninu hægra megin og þrumaði í vinstri markvinkilinn og út. Þvílíkt skot!
9 Breiðablik fær hornspyrnu
9 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Kristinn lék á Bjarna við endamörkin hægra megin en átti svo skot í varnarmann og framhjá.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
6 Viktor Bjarki Arnarsson (KR) kemur inn á
6 Björn Jónsson (KR) fer af velli
Greyið Björn hefur svo sannarlega glímt við sinn skerf af meiðslum í sumar og þarf að fara meiddur af velli.
5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR) á skot í þverslá
Það var að sjálfsögðu miðvörðurinn Grétar Sigfinnur sem tók aukaspyrnuna og skaut yfir vegginn og í þverslána! Þarna munaði sáralitlu.
4
Þorsteinn Már náði í aukaspyrnu fyrir KR sirka metra frá vítateigslínunni eftir brot Renee Troost. Þess má geta að Björn Jónsson gengur hægt um völlinn og virðist meiddur.
3 Ben J. Everson (Breiðablik) á skot sem er varið
Bjarni ætlaði að þruma boltanum í burtu úr eigin vítateig en hitti hann ekki svo Everson komst í ágætt færi en Hannes varði af öryggi.
2
Einhverjir Blikar vildu fá vítaspyrnu dæmda á Aron Bjarka þegar Kristinn Jónsson féll við í teignum en það hefði verið afskaplega strangur dómur.
1
Bjarni Guðjónsson leikur í stöðu miðvarðar hjá KR en Aron Bjarki er í stöðu hægri bakvarðar.
1 Leikur hafinn
Veðrið er með besta móti í dag. Hannes Þór Halldórsson markvörður KR, sem stóð sig mjög vel í landsleikjum Íslands við Noreg og Kýpur, verður með sólina í andlitinu í fyrri hálfleiknum en KR leikur í átt að félagsheimili sínu.
0
Það eru óvenju fáir áhorfendur mættir hingað á KR-völlinn. Heimamenn líta kannski á það sem svo að að litlu sé að keppa fyrir KR-inga sem þurfa kraftaverk til að verja Íslandsmeistaratitil sinn.
0
Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Blika og Guðmundur Reynir Gunnarsson vinstri bakvörður KR taka út leikbann í dag.
0
KR á eftir útileiki við Grindavík og Fylki og heimaleik við Keflavík í lokaleiknum. Breiðablik á eftir heimaleik við Fylki, útileik við Keflavík og heimaleik við Stjörnuna sem gæti orðið úrslitaleikur um Evrópusæti.
0
Vegna landsleikjahlésins eru tvær vikur síðan að liðin spiluðu síðast leik. Þá tapaði KR 1:0 fyrir Selfossi en Breiðablik vann Grindavík 4:2.
0
KR lánaði Óskar Örn Hauksson til Sandnes Ulf í lok síðasta mánaðar og þeir Kjartan Henry Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson hafa gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verða ekki meira með á leiktíðinni.
0
Breiðablik er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti en 4. sæti dugar til þess nema að bikarmeistarar KR endi í 5. sæti eða neðar. Breiðablik er aðeins þremur stigum frá 3. sætinu fyrir leiki dagsins.
0
Breiðablik hafði betur í fyrri leiknum í Kópavogi, 2:1. Kristinn Jónsson og Sverrir Ingi Ingason gerðu mörk Blika í þeim leik en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði mark KR og kom liðinu yfir.
0
Íslands- og bikarmeistarar KR eru í öðru sæti deildarinnar með 31 stig en Breiðablik er í 6. sætinu með 26 stig.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 11 (9) - KR 7 (5)
Horn: KR 5 - Breiðablik 6.

Lýsandi:
Völlur: KR-völlur

Leikur hefst
16. sept. 2012 17:00

Aðstæður:

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Sverrir Gunnar Pálmason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert