Öruggur sigur ÍBV eftir þjálfaraskiptin

Eyjamenn fagna eftir að Christian Olsen kom þeim í 2:0 …
Eyjamenn fagna eftir að Christian Olsen kom þeim í 2:0 á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Ómar

ÍBV vann ör­ugg­an sig­ur á Val, 3:0, í fyrsta leik Eyja­manna af þrem­ur und­ir stjórn þeirra Drag­an Kazic og Ian Jeffs eft­ir að Magnús Gylfa­son hætti í gær. ÍBV styrkti þar með stöðu sína í 2. sæti deild­ar­inn­ar og lík­urn­ar á að kom­ast í for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

Vals­menn eru áfram í 9. sæti og ekki enn al­veg laus­ir við fall­hætt­una.

Eyja­menn voru tals­vert betri í fyrri hálfleikn­um og Rasmus Christian­sen kom þeim yfir rétt fyr­ir lok hans með lag­legu marki. Vals­menn komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik en gegn gangi leiks­ins kom Christian Ol­sen ÍBV í 2:0 á 56. mín­útu, og varamaður­inn Tryggvi Guðmunds­son inn­siglaði svo sig­ur­inn skömmu fyr­ir leiks­lok.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Vals: (4-3-3) Mark: Sindri Snær Jens­son. Vörn: Jón­as Þór Næs, Atli Sveinn Þór­ar­ins­son, Hall­dór Krist­inn Hall­dórs­son, Úlfar Hrafn Páls­son. Miðja: Hauk­ur Páll Sig­urðsson, Krist­inn Freyr Sig­urðsson, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son. Sókn: Matth­ías Guðmunds­son, Kol­beinn Kára­son, Guðjón Pét­ur Lýðsson.

Vara­menn: Eyj­ólf­ur Tóm­as­son, Haf­steinn Briem, Atli Heim­is­son, Þórir Guðjóns­son, Ásgeir Þór Ing­ólfs­son, Indriði Áki Þor­láks­son, Andri Fann­ar Stef­áns­son.

Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arn­ór Ey­v­ar Ólafs­son, Brynj­ar Gauti Guðjóns­son, Rasmus Christian­sen, Matt Garner. Miðja: Víðir Þor­varðar­son, Tonny Mawejje, Andri Ólafs­son, Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, Þór­ar­inn Ingi Valdi­mars­son. Sókn: Christian Ol­sen.

Vara­menn: Hall­dór Páll Geirs­son, Yngvi Magnús Borgþórs­son, Tryggvi Guðmunds­son, Ant­on Bjarna­son, Jón Inga­son, Gauti Þor­varðar­son, Ian Jeffs.

Val­ur 0:3 ÍBV opna loka
Mörk
skorar Rasmus Christiansen (45. mín.)
skorar Christian Olsen (56. mín.)
skorar Tryggvi Guðmundsson (86. mín.)
fær gult spjald Atli Sveinn Þórarinsson (23. mín.)
fær gult spjald Haukur Páll Sigurðsson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Rasmus Christiansen (39. mín.)
fær gult spjald Þórarinn Ingi Valdimarsson (53. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Öruggur sigur Eyjamanna í höfn.
90 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot úti á velli.
87 Yngvi M. Borgþórsson (ÍBV) kemur inn á
87 Christian Olsen (ÍBV) fer af velli
86 MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar
0:3 Abel sendi langa sendingu fram völlinn og þeim Úlfari Hrafni og Jónasi Þór Næs, öftustu mönnum Vals, mistókst skelfilega að bregðast við henni. Á endanum reyndi Jónas að spyrna fram en boltinn fór beint í Tryggva sem slapp þá einn gegn markverði og skoraði af öryggi.
85 Valur fær hornspyrnu
83 Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) kemur inn á
83 Matthías Guðmundsson (Valur) fer af velli
79 ÍBV fær hornspyrnu
Tryggvi átti góða stungusendingu á Olsen sem rétt náði til boltans á undan Sindra markverði Vals. Sindri náði svo samt að teygja sig í boltann og bjarga í horn.
74 Valur fær hornspyrnu
74 Ian Jeffs (ÍBV) kemur inn á
Þá kemur annar þjálfara ÍBV inná.
74 Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli
72 Andri Fannar Stefánsson (Valur) kemur inn á
72 Kolbeinn Kárason (Valur) fer af velli
71 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Skemmtileg bakfallsspyrna úr teignum en boltinn fór nokkuð framhjá.
67 Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Olsen fór framhjá Atla Sveini eins og ekkert væri og sendi svo beint á Þórarin Inga í miðjum teignum en Sindri varði viðstöðulaust skot hans.
65 Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) kemur inn á
65 Víðir Þorvarðarson (ÍBV) fer af velli
65 Indriði Áki Þorláksson (Valur) kemur inn á
65 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fer af velli
62 ÍBV fær hornspyrnu
62 Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Ég held að þessi spyrna Mawejje verði að flokkast sem skot þó hún kæmi nánast frá endalínu. Sindri varði í horn.
61 ÍBV fær hornspyrnu
57
Markið kom vissulega gegn gangi leiksins en Olsen, með sinn gífurlega hraða, þrífst á því að andstæðingurinn þurfi að færa vörnina sína framar á völlinn.
56 MARK! Christian Olsen (ÍBV) skorar
0:2 Andri Ólafsson átti frábæra vippu inn fyrir vörn Vals á Olsen sem rétt slapp við að vera rangstæður og komst einn gegn Sindra markverði. Olsen læddi boltanum svo í hægra markhornið.
55
Byrjunin á seinni hálfleiknum lofar góðu fyrir heimamenn.
54
Eftir aukaspyrnu af hægri kantinum barst boltinn alveg yfir á fjærstöng á Halldór Kristinn sem reyndi að senda boltann aftur fyrir markið en þar var enginn mættur. Hætta á ferð þó.
53 Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir að sparka Færeyinginn Jónas Þór Næs niður úti á kanti. Óþarfa brot.
52 Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Guðjón Pétur tók aukaspyrnu af hægri kanti og Atli Sveinn stakk sér fram fyrir aðra til að ná skallanum en boltinn fór langt framhjá.
47 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið
Gott skot rétt utan teigs sem Abel rétt náði að verja í horn.
46 Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn og liðin eru óbreytt frá fyrri hálfleik. Eyjamenn sækja nú í átt að Keiluhöllinni í logninu hér.
45 Hálfleikur
Frábær endir á fyrri hálfleik fyrir gestina sem áttu svo sannarlega skilið að ná forystunni. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn betur en síðan fengu Eyjamenn svo sannarlega færin til að skora, sér í lagi Christian Olsen. Það var hins vegar landi hans, fyrirliðinn Rasmus Christiansen, sem skoraði eina markið rétt fyrir leikhlé.
45 MARK! Rasmus Christiansen (ÍBV) skorar
0:1 Eftir hornspyrnu frá vinstri barst boltinn að lokum til Rasmus Christiansen við vítateigslínuna hægra megin og hann átti laglegt skot upp í hægra markhornið.
44 ÍBV fær hornspyrnu
44 Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) á skot sem er varið
Frábært færi. Eyjamenn komust í skyndisókn fjórir gegn fjórum og á endanum barst boltinn til Guðmundar sem var í mjög góðu skotfæri í miðjum teignum en átti frekar laust skot sem var varið.
43
Guðmundur Þórarinsson skaut beint í varnarvegginn úr aukaspyrnunni.
42
Víðir var að ná í aukaspyrnu á stórhættulegum stað fyrir Eyjamenn. Haukur Páll braut á honum tveimur metrum utan vítateigs rétt hægra megin við vítabogann.
39 Rasmus Christiansen (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot á Kristni Frey sem var að sleppa í gegnum vörn Eyjamanna. Sem betur fer fyrir Rasmus þá var Matt Garner á leiðinni aftur svo Daninn var ekki aftasti maður, sem hefði þýtt rautt spjald.
38 Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) á skot framhjá
Skot af löngu færi hátt yfir markið.
37 Víðir Þorvarðarson (ÍBV) á skot sem er varið
Skot sem fór í varnarmann og var auðvelt viðureignar fyrir Sindra í markinu.
34 Christian Olsen (ÍBV) á skot framhjá
Annað dauðafæri! Það er með ólíkindum að Olsen skuli ekki vera búinn að skora. Guðmundur Þórarinsson átti stórkostlega sendingu fram hægri kantinn á Arnór Eyvar sem gaf góða sendingu fyrir markið á Olsen en einhvern veginn tókst Dananum að skjóta framhjá af stuttu færi.
31 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Haukur kom á ferðinni fram miðjuna og fékk háa sendingu frá Guðjóni Pétri, tók boltann á lofti rétt utan vítateigsins hægra megin en skotið var slakt og framhjá markinu.
27 ÍBV fær hornspyrnu
24 ÍBV fær hornspyrnu
23 Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir að toga í treyju Olsen sem var á fleygiferð á vinstri kantinum. ÍBV fær aukaspyrnu á ágætum stað.
23 Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) á skot framhjá
Hættulaust skot utan teigs.
15 Christian Olsen (ÍBV) á skot sem er varið
Daninn er heldur betur að gera sig líklegan. Kom með boltann frá hægri að vítateigsboganum og lét vaða en Sindri varði af öryggi skot neðst í vinstra markhornið.
14 Christian Olsen (ÍBV) á skot framhjá
Andri átti fína fyrirgjöf frá hægri og Olsen tók viðstöðulaust skot á lofti við hægra markteigshornið en hitti boltann illa.
12
Magnús Gylfason er í stúkunni og fylgist með sínum gömlu lærisveinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur eftir gott gengi með ÍBV í sumar.
10 Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Hitti boltann ekki alveg nægilega vel, eftir hornspyrnu frá hægri, og því engin hætta á ferð.
9 Valur fær hornspyrnu
9 Christian Olsen (ÍBV) á skot framhjá
Dauðafæri!! Víðir átti góða fyrirgjöf frá hægri alveg yfir á Þórarin Inga vinstra megin í teignum. Þórarinn gaf viðstöðulaust á Olsen sem skaut einhvern veginn yfir rétt utan við hægri markstöngina.
6
Ekkert varð úr aukaspyrnunni en Valsmenn pressa stíft á Eyjamenn og boltinn helst á vallarhelmingi gestanna.
4
Matthías var að ná í aukaspyrnu á hættulegum stað, tveimur metrum fyrir utan vítateig ÍBV vinstra megin. Rúnar Már tekur spyrnuna.
1 Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Keiluhöllinni í fyrri hálfleik.
0
Bakverðir Vals, þeir Jónas Þór Næs og Úlfar Hrafn Pálsson, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á þriðjudaginn. Það tekur ekki gildi fyrr en á morgun og þeir verða því ekki með gegn Grindavík á sunnudaginn.
0
Byrjunarliðsmenn eru komnir inn í búningsklefa nú þegar átta mínútur eru til leiks. Mér sýnist sárafáir hafa fengið að losna fyrr úr vinnunni til að sjá þennan leik.
0
Eyjamenn hafa fengið á sig fæst mörk í sumar og eru með átta mörkum betri markatölu en KR. Liðin eru bæði með 31 stig í 2.-3. sætinu. Ef allt fer á versta veg getur ÍBV dottið niður í 6. sæti í kvöld, svo jöfn er baráttan um Evrópudeildarsætin. Valur, sem er í 9. sæti, gæti jafnvel komist í þá baráttu með sigri en liðið er sex stigum á eftir ÍBV og KR.
0
Hjá Val koma Atli Sveinn Þórarinsson og Guðjón Pétur Lýðsson aftur inn í byrjunarliðið en Matarr Jobe er ekki með og Ásgeir Þór Ingólfsson á bekknum.
0
Það vekur óneitanlega athygli að Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, og þjálfari ÍBV þar til síðasta haust, skuli vera skráður aðstoðarmaður á leikskýrslu hjá Eyjamönnum.
0
Ian Jeffs, annar helmingurinn af nýja þjálfarateyminu hjá ÍBV út leiktíðina, byrjar á bekknum og Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur aftur inn í liðið í hans stað eftir leikbann.
0
Það gekk mikið á hjá ÍBV í gær þegar tilkynnt var að Magnús Gylfason væri hættur störfum sem þjálfari og Hermann Hreiðarsson tæki við fyrir næsta tímabil. Í dag eru það hinsvegar aðstoðarþjálfarinn Dragan Kazic og enski miðjumaðurinn Ian Jeffs sem sjá um að stjórna Eyjaliðinu.
0
Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar með 31 stig og betri markatölu en KR-ingar sem eru í þriðja sætinu. Valsmenn eru með 25 stig í 9. sæti deildarinnar og gætu enn verið í fallhættu ef þeir tapa leiknum.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (M), .
Varamenn: (M), .

ÍBV: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Valur 6 (1) - ÍBV 12 (8)
Horn: ÍBV 6 - Valur 3.

Lýsandi:
Völlur: Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda

Leikur hefst
20. sept. 2012 17:00

Aðstæður:
Hálfskýjað og logn. Völlurinn ágætur.

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Jón Magnús Guðjónsson

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka