Sverrir hélt Evrópudraumum Blika á lífi

Sverrir Ingi Ingason úr Breiðabliki og Magnús Þórir Matthíasson úr …
Sverrir Ingi Ingason úr Breiðabliki og Magnús Þórir Matthíasson úr Fylki. mbl.is/Golli

Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Breiðablik í kvöld með marki í uppbótartíma þegar liðið gerði jafntefli við Fylki, 1:1, á Kópavogsvelli.

Bæði lið fengu fín tækifæri til að skora í fyrri hálfleik en ekkert mark leit dagsins ljós. Nichlas Rhode fór illa með dauðafæri fyrir Breiðablik og það sama gerði Björgólfur Takefusa hinum megin.

Blikar voru sterkari í fyrri hálfleik en Fylkismenn mættu sterkir til leiks í þeim síðari og komust yfir á 56. mínútu. Það gerði Ingimundur Níels Óskarsson með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þór Matthíassyni. Áttunda mark Ingimundar í Pepsi-deildinni.

Breiðablik þurfti sárlega á stigi að halda í kvöld og helst öllum stigunum í baráttunni um Evrópusæti.

Það gerði allt til þess að jafna metin og það tókst í uppbótartíma þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði eftir að Bjarni Þórður varði skot Elfars Árna út í teiginn, 1:1.

Fylkir hefði getað bjargað sér endanlega frá falli með jafntefli en liðið er ekki enn hólpið þar sem það missti sigurinn niður í jafntefli.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma fljótlega inn á mbl.is.

ALLA LÝSINGAR Á EINUM STAÐ

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Rafn Andri Haraldsson. Sókn: Nichlas Rhode, Ben J Everson, Tómas Óli Garðarsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Gísli Páll Helgason, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Már Björgvinsson. 

Lið Fylkis: (4-3-3) Mark: Bjarni Þórður Halldórsson. Vörn: Elís Rafn Björnsson, David Elebert, Kjartan Ágúst Breiðdal, Tómas Þorsteinsson. Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Finnur Ólafsson, Emil Ásmundsson. Sókn: Ingimundur Níels Óskarsson, Björgólfur Takefusa, Magnús Þórir Matthíasson.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Árni Freyr Guðnason, Jóhann Þórhallsson, Sigurvin Ólafsson, Andri Már Hermannsson, Styrmir Erlendsson, Ásgeir Eyþórsson. 

Breiðablik 1:1 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið +3.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka