Evrópusæti í höfn hjá ÍBV

Arnór Eyvar Ólafsson úr ÍBV og Atli Guðnason úr FH.
Arnór Eyvar Ólafsson úr ÍBV og Atli Guðnason úr FH. mbl.is/Golli

Eyjamenn tryggðu sér sæti í Evrópukeppni í dag þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við Íslandsmeistara FH í  21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

ÍBV er með 35 stig og getur nú ekki misst bæði Stjörnuna og Breiðablik uppfyrir sig þar sem tvö síðarnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Tvö lið af þessum þremur fara í Evrópudeild UEFA og nú er ljóst að ÍBV verður annað þeirra. Stjarnan er með 34 stig og Breiðablik 33.

Eyjamenn fóru þó ekki sáttir af velli því þeir misstu niður tveggja marka forskot. Þórarinn Ingi Valdimarsson og sjálfsmark FH-inga komu þeim í 2:0 í seinni hálfleiknum en Björn Daníel Sverrisson og Albert Brynjar Ingason jöfnuðu fyrir FH með mörkum á síðustu 12 mínútunum.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Ólafsson, Rasmus Christiansen, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner - Tonny Mawejje, Ian Jeffs, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson, Christian Olsen.
Varamenn: Andri Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Halldór Páll Geirsson (m), Anton Bjarnason, Jón Ingason, Gauti Þorvarðarson, Víðir Þorvarðarson.

Lið FH: Róbert Örn Óskarsson - Guðjón Árni Antoníusson, Guðmann Þórisson, Pétur Viðarsson, Danny Thomas - Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Einar Karl Ingvarsson - Hólmar Örn Rúnarsson, Albert B. Ingason, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (m), Emil Pálsson, Jón Ragnar Jónsson, Kristján Flóki Finnbogason, Ólafur Páll Snorrason, Brynjar Á. Guðmundsson, Viktor Örn  Guðmundsson.

ÍBV 2:2 FH opna loka
90. mín. Jón Ingason (ÍBV) kemur inn á +2
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert