Arnór lék handarbrotinn í hálftíma

Arnór Eyvar Ólafsson.
Arnór Eyvar Ólafsson. Ljósmynd/Eyjafréttir

Arnór Eyvar Ólafsson, varnarmaður ÍBV í knattspyrnunni, lék handarbrotinn síðasta hálftímann í leik liðsins gegn FH í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á Hásteinsvelli í gær.

Arnór segir frá þessu í viðtali á Eyjafréttum í dag. „Þetta gerðist á 60. mínútu.  Ég lét aðeins teipa þetta en hélt svo bara áfram.  Þetta er nú bara höndin, maður getur alveg spilað fótbolta þótt hún sé ekki alveg heil.  Það var helst þegar ég þurfti að taka innköstin að ég fann fyrir þessu en ég lét Brynjar (Gauta Guðjónsson, innsk. blaðamanns) taka eitt innkastið,“ segir Arnór við Eyjafréttir.

Fram kemur að hann stefni að því að spila með ÍBV gegn Fram í lokaumferðinni, þrátt fyrir brotið, ef þess sé nokkur kostur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert