Óskar: Grindavík er mitt félag

„Grindavík er mitt félag og ég hef áhuga á að spila áfram hér,“ sagði Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkinga eftir leikinn við Fylki í dag.

Orðrómur hefur verið uppi um að hann sé á förum en hann segist ekkert vita af slíku, hann hafi líka heyrt ýmsar sögur. Óskar þurfti að fara meiddur af velli í dag þegar 10 mínútur voru eftir og var svekktur með það. „Það hafði verið gaman að spila alla leikina í sumar til enda, en það tókst ekki,“ sagði Óskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert