Rohde skaut Blikum í Evrópukeppni

Danski sóknarmaðurinn Nichlas Rohde skoraði bæði mörk Breiðabliks þegar liðið vann Stjörnuna 2:0 í uppgjörinu um síðasta lausa sætið í Evrópukeppni karla í knattspyrnu á næstu leiktíð, það er að segja í forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsideildarinnar.

Þar með tryggði Rohde Blikum að lágmarki 100.000 evrur sem jafngildir um 16 milljónum íslenskra króna.

Blikar byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 10. mínútu þegar Rohde slapp aleinn gegn markverði eftir stungusendingu Elfars Árna Aðalsteinssonar. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn svo af krafti en Rohde bætti við öðru marki úr skyndisókn eftir stungusendingu Tómasar Óla Garðarssonar.

Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það bætti ekki úr skák er þeir misstu Ellert Hreinsson af velli með rautt spjald á 71. mínútu, eftir að hann skallaði til Ingvar Þórs Kale markvarðar Blika.

Stjarnan missti því af Evrópukeppni með naumindum annað árið í röð og endar í 5. sæti deildarinnar.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Gísli Páll Helgason, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Þórður Steinar Hreiðarsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Elfar Árni Aðalsteinsson. Sókn: Nichlas Rohde, Arnar Már Björgvinsson, Tómas Óli Garðarsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Sindri Snær Magnússon, Ben Everson, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Stefán Þór Pálsson.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Alexander Scholz, Kennie Chopart. Miðja: Atli Jóhannsson, Mark Doninger, Halldór Orri Björnsson. Sókn: Gunnar Örn Jónsson, Garðar Jóhannsson, Ellert Hreinsson.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Hörður Árnason, Sindri Már Sigurþórsson, Baldvin Sturluson.

Breiðablik 2:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka