Fækkað um 23 þúsund á tveimur árum

Áhorfendum á fótboltann fækkar hratt.
Áhorfendum á fótboltann fækkar hratt. mbl.is/Kristinn

Þriðja árið í röð fækkaði áhorfendum nokkuð á leikjum í efstu deild karla í fótboltanum. KSÍ hefur gert upp sumarið og þar kemur fram að 136.470 áhorfendur hafi mætt á leikina 132 í Pepsi-deild karla, sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á leik.

Þetta er talsverð fækkun frá síðasta ári, þegar 1.122 mættu að meðaltali á hvern leik, og umtalsverður munur frá árinu 2010 þegar meðalaðsóknin var 1.205 manns á leik.

Í heildina er þetta fækkun um tæplega 12.000 manns frá því í fyrra og um 23 þúsund manns frá árinu 2010.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Íslandsmeistarar FH fengu bestu aðsóknina, 1.595 að meðaltali á leik.

Sjá umfjöllun um þetta mál í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert