Rúnar og Pálmi með gegn Sviss

Rúnar Már er kominn í íslenska landsliðið.
Rúnar Már er kominn í íslenska landsliðið. mbl.is/Ómar

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson og Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Sviss á þriðjudag á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Þeir Rúnar og Pálmi koma inn í hópinn í stað Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann og Helga Vals Daníelssonar sem flaug heim til Svíþjóðar frá Albaníu eftir leikinn á föstudag vegna veikinda.

Rúnar Már hefur aldrei leikið A-landsleik en á að baki þrjá leiki fyrir U21-landsliðið. Pálmi Rafn hefur aftur á móti spilað 18 A-landsleiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert