Frágengið hjá Guðmundi og Sarpsborg

Guðmundur Þórarinsson á æfingu hjá Sarpsborg.
Guðmundur Þórarinsson á æfingu hjá Sarpsborg. Ljósmynd/Sarpsborg08.no

Norska knattspyrnufélagið Sarpsborg tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að gengið hefði verið frá samningnum við Guðmund Þórarinsson frá ÍBV en hann er fyrsti leikmaður sem félagið fær í sínar raðir eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti um síðustu helgi.

Eins og áður hefur komið fram voru öll samningsmál í höfn fyrr í vikunni, milli Sarpsborg og ÍBV og milli Guðmundar og Sarpsborg.

„Þetta verður frábært. Ég hefði komið til félagsins, hvort sem það hefði farið upp eða ekki, því ég var virkilega ánægður með það sem ég sá hérna í haust og vildi endilega ganga til liðs við Sarpsborg. En að sjálfsögðu var ótrúlega gaman að sjá síðan að liðið skyldi tryggja sér úrvalsdeildarsæti," sagði Guðmundur á heimasíðu Sarpsborg í dag.

Hann er tvítugur að aldri og hefur spilað með Eyjamönnum undanfarin tvö ár en með Selfyssingum til þess tíma. Með Sarpsborg leikur markvörðurinn Haraldur Björnsson.

Ítarlegt viðtal við Guðmund á heimasíðu Sarpsborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert