Breiðablik: Bundum enda á viðræður við Tryggva

Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. mbl.is/Ernir

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um Tryggva Guðmundsson og viðræður hans við félagið. Hún er svohljóðandi:

„Að gefnu tilefni vill stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks taka eftirfarandi fram: 

Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafa átt sér stað viðræður á milli knattspyrnudeildar Breiðabliks og Tryggva Guðmundssonar með möguleg félagaskipti hans til Breiðabliks í huga. Til að taka af allan vafa skal áréttað að stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks ákvað að binda enda á viðræður við Tryggva Guðmundsson áður en til þess kom að honum yrði formlega boðinn samningur. Fréttir um annað eru byggðar á misskilningi. 

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks lítur svo á að þetta mál sé endanlega úr sögunni og óskar Tryggva Guðmundssyni velfarnaðar hjá nýju félagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert