Ólafur Örn til liðs við Fram

Ólafur Örn Bjarnason ásamt Þorvaldi Örlygssyni þjálfara og Hrannar M. …
Ólafur Örn Bjarnason ásamt Þorvaldi Örlygssyni þjálfara og Hrannar M. Hallkelsson, formanni knattspyrnudeildar Fram. Ljósmynd/fram.is

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Örn Bjarnason er genginn í raðir Fram en hann skrifaði nú í hádeginu undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.

Ólafur Örn hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin þrjú ár en hann sneri heim úr atvinnumennskunni árið 2010 eftir að hafa spilað með norska liðinu Brann frá 2004 og þá var hann þrjú tímabil með sænska liðinu Malmö frá 1998-2000. Ólafur lék 20 af 22 leikjum Grindvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar en sem kunnugt er féllu Grindvíkingar úr deildinni.

Ólafur Örn er 37 ára gamall og á að baki 27 leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Framarar fá í sínar raðir í haust en liðið fékk Viktor Bjarka Arnarsson frá KR og Hauk Baldvinsson frá Breiðabliki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka