Grindavík með 25 prósent niðurskurð

Óskar Pétursson markvörður með boltann í höndunum í leik Grindavíkur …
Óskar Pétursson markvörður með boltann í höndunum í leik Grindavíkur og Stjörnunnar. mbl.is/Ómar

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við leikmenn meistaraflokks karla um 25 prósent launalækkun fyrir næsta ár en liðið féll úr Pepsi-deildinni í haust og leikur í 1. dieldinni á komandi keppnistímabili.

Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur staðfesti þetta við Víkurfréttir í dag.

„Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur og við höfum þurft að endurskipuleggja rekstur okkar frá grunni,“ segir Jónas.

„Sú leið sem við höfum ákveðið að fara er að lækka launakostnaðinn um 25% og borga leikmönnum laun í níu mánuði á ári, frá janúar og út september. Ef vel gengur þá munum við verðlauna okkar leikmenn. Þeir leikmenn sem við höfum viljað halda munu vera áfram hjá Grindavík. Leikmenn okkar hafa sýnt mikla tryggð við klúbbinn og það er okkur ómetanlegt. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu stór rekstur knattspyrnudeildarinnar er. Við erum með veltu upp á annað hundruð milljónir og 20 stöðugildi. Þetta er eitt af 15 stærstu fyrirtækjunum í Grindavík. Það er einnig athyglisvert að barna- og unglingastyrkir frá sveitarfélagi og UEFA duga ekki fyrir launatengdum gjöldum. Við höfum þurft að treysta á stuðning fyrirtækja og velunnara," segir Jónas við Víkurfréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka