Fyrirliði ÍBV samdi við Ull/Kisa

Rasmus Christiansen í leik með ÍBV.
Rasmus Christiansen í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen, sem var fyrirliði Eyjamanna á síðasta keppnistímabili, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska B-deildarfélagið Ull/Kisa. Þetta er staðfest á vef félagsins í dag.

Christiansen er 23 ára gamall og hefur leikið með Eyjamönnum undanfarin þrjú ár en hann kom þangað frá Lyngby. Hann lék 64 leiki með ÍBV í úrvalsdeildinni og skoraði 3 mörk, og þótti einn besti varnarmaður deildarinnar. Christiansen á að baki 36 leiki með yngri landsliðum Dana og var valinn efnilegasti U17 ára landsliðsmaður Danmerkur á sínum tíma.

Christiansen hafði úr nokkrum tilboðum að velja og samkvæmt heimildum mbl.is hafnaði hann sænska liðinu Brage, danska liðinu Vestsjælland og nokkrum íslenskum liðum sem vildu fá hann í sínar raðir.

Ull/Kisa var nýliði í norsku B-deildinni á síðasta ári og kom geysilega á óvart. Liðið fór í umspil deildarinnar, vann það og mætti síðan Sandnes/Ulf í tveimur leikjum um sæti í úrvalsdeildinni, en beið lægri hlut. Teitur Þórðarson þjálfaði liðið eitt ár seint á síðustu öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert