Fyrirliði ÍBV samdi við Ull/Kisa

Rasmus Christiansen í leik með ÍBV.
Rasmus Christiansen í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Danski knatt­spyrnumaður­inn Rasmus Christian­sen, sem var fyr­irliði Eyja­manna á síðasta keppn­is­tíma­bili, hef­ur skrifað und­ir tveggja ára samn­ing við norska B-deild­ar­fé­lagið Ull/​Kisa. Þetta er staðfest á vef fé­lags­ins í dag.

Christian­sen er 23 ára gam­all og hef­ur leikið með Eyja­mönn­um und­an­far­in þrjú ár en hann kom þangað frá Lyng­by. Hann lék 64 leiki með ÍBV í úr­vals­deild­inni og skoraði 3 mörk, og þótti einn besti varn­ar­maður deild­ar­inn­ar. Christian­sen á að baki 36 leiki með yngri landsliðum Dana og var val­inn efni­leg­asti U17 ára landsliðsmaður Dan­merk­ur á sín­um tíma.

Christian­sen hafði úr nokkr­um til­boðum að velja og sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafnaði hann sænska liðinu Bra­ge, danska liðinu Vest­sjæl­land og nokkr­um ís­lensk­um liðum sem vildu fá hann í sín­ar raðir.

Ull/​Kisa var nýliði í norsku B-deild­inni á síðasta ári og kom geysi­lega á óvart. Liðið fór í um­spil deild­ar­inn­ar, vann það og mætti síðan Sand­nes/​Ulf í tveim­ur leikj­um um sæti í úr­vals­deild­inni, en beið lægri hlut. Teit­ur Þórðar­son þjálfaði liðið eitt ár seint á síðustu öld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert