Kristín Ýr aftur til Vals

Kristín Ýr Bjarnadóttir í leik með Val gegn KR.
Kristín Ýr Bjarnadóttir í leik með Val gegn KR. mbl.is/Golli

Kristín Ýr Bjarnadóttir samdi í dag við knattspyrnudeild Vals um að leika með félaginu á komandi tímabili og snýr því aftur frá Noregi eftir að hafa leikið þar með Avaldsnes á síðasta tímabili.

Kristín skoraði 24 mörk í 22 leikjum fyrir Avaldsnes í norsku B-deildinni á síðasta ári og tók þátt í að koma liðinu uppí efstu deild.

Hún hefur annars ávallt leikið með Val og hefur gert 98 mörk fyrir liðið í 115 leikjum í efstu deild. Hún varð markadrottning deildarinnar bæði 2009 og 2010 og gerði 23 mörk hvort tímabili fyrir sig. Kristín á að baki 5 A-landsleiki og hefur skorað þar eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert