Guðmundur Steinarsson í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson með boltann í leik gegn Val.
Guðmundur Steinarsson með boltann í leik gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Stein­ars­son, knatt­spyrnumaður­inn reyndi, hef­ur tekið þá ákvörðun að segja skilið við Kefl­vík­inga og færa sig um set en þó ekki langt. Guðmund­ur mun á næstu leiktíð leika með Njarðvík­ing­um í 2. deild­inni ásamt því að sinna aðstoðarþjálf­ara­stöðu liðsins.

Guðmund­ur staðfesti þetta við mbl.is í dag.

Það þarf varla að fjöl­yrða um hversu mik­ill liðsstyrk­ur felst í þessu fyr­ir Njarðvík­inga. Með Guðmundi kem­ur reynsla sem spann­ar 255 leiki í efstu deild og hef­ur hann skorað í þeim 81 mark. Hann hef­ur spilað með Kefla­vík með stutt­um hlé­um frá 1996 og er fimmti leikja­hæsti leikmaður efstu deild­ar frá upp­hafi.

Guðmund­ur, sem er 33 ára, er bæði leikja- og marka­hæsti leikmaður Kefla­vík­ur í efstu deild með 244 leiki og 81 mark á þeim vett­vangi. Hann lék einnig 11 leiki með Fram í deild­inni á sín­um tíma og spilaði um skeið með KA, Bröns­höj í Dan­mörku og Vaduz frá Liechten­stein í efstu deild í Sviss. Guðmund­ur lék 3 A-lands­leiki og 20 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Njarðvík­ing­ar fá þarna góðan liðsauka fyr­ir 2. deild­ar keppn­ina í sum­ar en þeir höfnuðu í 8. sæti deild­ar­inn­ar á síðasta tíma­bili. Gunn­ar Magnús Jóns­son þjálf­ar Njarðvík­urliðið og Guðmund­ur verður hon­um til aðstoðar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka