Öll stjórnin tilbúin áfram

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Sepp Blatter forseti FIFA.
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Sepp Blatter forseti FIFA. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku í Knattspyrnusambandi Íslands en þing sambandsins verður haldið 9. febrúar. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn og Geir var síðast kjörinn í febrúar 2011 þannig að tveggja ára kjörtímabili hans er að ljúka.

Öll stjórn KSÍ ásamt varamönnum gefur líka kost á sér til endurkjörs en framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir þing, eða á laugardaginn kemur, 26. janúar. Skila þarf framboðum skriflega til skrifstofu KSÍ fyrir þann tíma. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert