Kristín Ýr spilar með Val

Kristín Ýr Bjarnadóttir í leik með Val.
Kristín Ýr Bjarnadóttir í leik með Val. mbl.is/Golli

Knattspyrnukonan Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur ákveðið að leika með Val í sumar og huga ekki frekar að því að spila annars staðar á Norðurlöndum að sinni.

Kristín fór frá Val til Avaldsnes í Noregi í fyrra og skoraði 24 mörk fyrir liðið þegar það tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni.

Hún kom aftur heim og samdi við Val en var í síðustu viku boðið til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Mallbacken og var hjá félaginu í nokkra daga.

„Niðurstaðan þar var sú að Mallbacken myndi ekki henta mér að sinni. Tvö norsk lið komu líka til greina en ég er búin að ákveða að spila með Val og tel að það sé best í stöðunni. Ég hef hug að spila aftur erlendis, en hjá Val er ég viss um að ég eigi mesta möguleika á að bæta mig sem leikmaður og vonandi að komast í landsliðið sem fer á EM,“ sagði Kristín Ýr við Morgunblaðið í gær.

vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert