David James: Langar að spila hér í sumar

Það var létt yfir David James, fyrrverandi landsliðsmarkverði Englands, þegar hann ræddi við mbl.is í Egilshöll í dag eftir að hafa fylgst með jafnteflisleik ÍBV og Fjölnis í Lengjubikarnum.

James er hér á landi í boði Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV, og kvaðst njóta gestrisni Hermanns vel í sinni fyrstu heimsókn hér. Hann segist hafa áhuga á að spila hér á landi í sumar enda sé Hermann frábær náungi, jafnvel þó að hann næri hann aðallega á pítsum!

James er enn leikmaður Bournemouth í Englandi en gafst tækifæri til að koma hingað til lands í stutta heimsókn. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert