Slæmur skellur gegn Svíum

Sví­ar unnu stór­sig­ur á Íslend­ing­um, 6:1, þegar þjóðirn­ar mætt­ust í riðlakeppni Al­gar­ve-bik­ars kvenna í knatt­spyrnu í Al­bu­feira í Portúgal í kvöld.

Sví­ar höfðu mikla yf­ir­burði, ef upp­hafs- og loka­mín­út­ur leiks­ins eru und­an­skild­ar, og Þóra B. Helga­dótt­ir kom í veg fyr­ir stærri sig­ur þeirra með því að verja nokkr­um sinn­um glæsi­lega í leikn­um.

Kosovare Asll­ani skoraði tvö mörk fyr­ir Svía og þær Sara Thune­bro, Lotta Schel­in, Marie Hammer­ström og Sus­anne Mo­berg gerðu sitt markið hver.

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir skoraði mark Íslands og síðasta mark leiks­ins á 87. mín­útu með hörkuskalla eft­ir horn­spyrnu Eddu Garðars­dótt­ur.

Eft­ir tvær um­ferðir í riðlin­um eru Banda­rík­in með 6 stig, Svíþjóð með 4, Kína með 1 en Ísland er án stiga.

Í lokaum­ferðinni á mánu­dag leik­ur Ísland við Kína og það er hreinn úr­slita­leik­ur um þriðja sætið í riðlin­um, og hvort liðanna leik­ur um 5. sætið á mót­inu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90. Leikn­um er lokið með stór­sigri Svía.

87. MARK - 1:6. Síðustu þrjár mín­út­urn­ar hafa verið besti kafli Íslands og hann skil­ar sér í glæsi­legu marki. Edda Garðars­dótt­ir tek­ur horn­spyrnu frá hægri og Hólm­fríður Magnús­dótt­ir stekk­ur hæst allra á markteign­um og skor­ar með þrumuskalla upp und­ir þverslána.

86. Rakel Hönnu­dótt­ir með glæsi­legt skot rétt utan víta­teigs, þrum­ar á markið með vinstri og Krist­ín Hammer­ström ver naum­lega með því að blaka bolt­an­um yfir þverslána.

85. Fann­dís Friðriks­dótt­ir fær besta færi Íslands í leikn­um, ein gegn markverðinum inn und­ir markteig, en lyft­ir bolt­an­um bæði yfir hana og þverslána!

83. Þóra B. Helga­dótt­ir ver glæsi­lega frá Sofia Jak­obs­son sem var kom­in í dauðafæri, ein gegn henni í víta­teign­um.

81. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir kem­ur inn á fyr­ir Katrínu Jóns­dótt­ur.

71. Elísa Viðars­dótt­ir kem­ur inn á  fyr­ir Hall­beru Guðnýju Gísla­dótt­ur.

64. MARK - 0:6. Enn eitt markið. Lotta Schel­in kemst að enda­mörk­um hægra meg­in og renn­ir bolt­an­um út í markteig­inn. Sus­anne Mo­berg renn­ir sér á hann og skor­ar af harðfylgi.

63. Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir kem­ur inn á fyr­ir Katrínu Ómars­dótt­ur og Fann­dís Friðriks­dótt­ir kem­ur í staðinn fyr­ir Hörpu Þor­steins­dótt­ur.

56. Katrín Ómars­dótt­ir með skot að sænska mark­inu eft­ir horn­spyrnu en hún hitt­ir bolt­ann illa og hann fer langt fram­hjá.

48. Bolt­inn ligg­ur aft­ur í marki Íslands eft­ir send­ingu Gör­ans­son frá vinstri. Sus­anne Mo­berg virðist hins­veg­ar slá hann í netið með hendi og fær gula spjaldið. Aðstoðardóm­ari flaggaði eft­ir að dóm­ar­inn hafði bent á miðju!

47. MARK - 0:5. Ekki byrj­ar það gæfu­lega. Ant­onia Gör­ans­son brun­ar inn í víta­teig Íslands, upp að enda­mörk­um og renn­ir út á markteig­inn þar sem Kosovare Asslani send­ir hann í netið.

46. Seinni hálfleik­ur er haf­inn.

46. Hólm­fríður Magnús­dótt­ir kem­ur inn á fyr­ir Söndru Maríu Jessen og Mist Ed­vards­dótt­ir kem­ur í staðinn fyr­ir Sif Atla­dótt­ur.

45+1. HÁLFLEIK­UR og staðan er held­ur bet­ur svört fyr­ir ís­lenska liðið sem hef­ur verið yf­ir­spilað á löng­um köfl­um í leikn­um. Sig­urður Ragn­ar Eyj­ólfs­son þarf held­ur bet­ur að ræða við sína leik­menn í hlé­inu.

45. MARK - 0:4. Þetta stefn­ir í ljót­ar  töl­ur. Fyr­ir­gjöf frá vinstri, Marie Hamm­arström, tví­bura­syst­ir markv­arðar­ins, er fyrst í bolt­ann rétt utan markteigs og kem­ur hon­um fram­hjá Þóru og í vinstra hornið.

43. MARK - 0:3. Þriðja markið er komið. Kosovare Asll­ani leik­ur ís­lensk­an varn­ar­mann grátt, slepp­ur inn í víta­teig­inn og á fast skot, beint á Þóru í mark­inu, en Lotta Schel­in fylg­ir á eft­ir og skor­ar af stuttu færi. Sænska liðið er ein­fald­lega miklu sterk­ari aðil­inn í þess­um leik.

36. Og enn er það Þóra sem kem­ur í veg fyr­ir að Sví­ar kom­ist þrem­ur mörk­um yfir. Hún ver hreint ótrú­lega frá Lottu Schel­in af markteig, eft­ir horn­spyrnu sænska liðsins.

35. Þóra er enn á rétt­um stað þegar hún lok­ar vel á Ant­oniu Gör­ans­son ná­lægt enda­mörk­um í víta­teign­um og ver skot henn­ar.

34. Dagný Brynj­ars­dótt­ir með skot frá víta­teig eft­ir ágæta sókn Íslands en ekki nógu fast og Krist­in Hammer­ström ver nokkuð ör­ugg­lega.

29. Stór­glæsi­leg tilþrif hjá Þóru í marki Íslands þegar hún ver tvisvar frá Lottu Schel­in úr dauðafæri. Schel­in kemst upp að  víta­teig en Þóra kem­ur langt út úr mark­inu og ver skot henn­ar. Schel­in fær bolt­ann aft­ur og þrum­ar á markið en Þóra kem­ur hönd­um á bolt­ann og slær hann yfir.

25. Lotta Schel­in reyn­ir að lyfta bolt­an­um yfir Þóru í ís­lenska mark­inu af um 30 metra færi en bolt­inn fer vel yfir markið.

20. Góð til­raun ís­lenska liðsins. Katrín Ómars­dótt­ir með hörku­skot af 20 m færi og Krist­in Hamm­arström í sænska mark­inu þarf að hafa sig alla við til að verja, al­veg úti við stöng, og slær bolt­ann frá.

14. MARK - 0:2. Ótrú­legt mark Svía. Sara Thune­bro læt­ur vaða að marki Íslands af um 30 metra færi, af vinstri kant­in­um, og send­ir hann beint upp und­ir markvink­il­inn, í stöng­ina þar og inn! Al­gjör­lega óverj­andi en staðan er orðin ansi slæm.

10. MARK - 0:1. Sví­ar ná for­yst­unni eft­ir slæm mis­tök í ís­lensku vörn­inni. Ant­onia Gör­ans­son kemst inn í víta­teig­inn, Þóra B. Helga­dótt­ir ver skot henn­ar glæsi­lega með fót­un­um, en Kosovare Asll­ani fylg­ir á eft­ir og skor­ar.

9. Nokkuð líf­leg  byrj­un á leikn­um á báða bóga. Ísland átti góðar sókn­ir á upp­haf­smín­út­un­um og tvö skot að sænska mark­inu.

1. Leik­ur­inn er haf­inn í Al­bu­feira.

Fjór­ar breyt­ing­ar eru á byrj­un­arliði Íslands í dag. Katrín Jóns­dótt­ir, Edda Garðars­dótt­ir, Rakel Hönnu­dótt­ir og Sandra María Jessen koma inn í liðið en á bekk­inn fara Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Fann­dís Friðriks­dótt­ir og Hólm­fríður Magnús­dótt­ir.

Lið Íslands: Þóra B. Helga­dótt­ir - Dóra María Lár­us­dótt­ir, Sif Atla­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir fyr­irliði, Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir - Edda Garðars­dótt­ir, Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Katrín Ómars­dótt­ir - Rakel Hönnu­dótt­ir, Harpa Þor­steins­dótt­ir, Sandra María Jessen.

Lið Svíþjóðar: Krist­in Hamm­arström - Lina Nils­son, Emma Berg­lund, Nilla Fischer, Sara Thune­bro - Ant­onia Gör­ans­son, Carol­ine Se­ger fyr­irliði, Lisa Dahlkvist, Marie Hamm­arström - Kosovare Asll­ani, Lotta Schel­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert