Byrjunarliðið gegn Ungverjum

Hólmfríður Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu.
Hólmfríður Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu. mbl.is/Algarvephotopress

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu en flautað verður til leiks klukkan 12.

Tvær breytingar eru á liðinu frá leiknum við Kínverja. Katrín Jónsdóttir kemur í stað Sifjar Atladóttur og leikur sinn 125. landsleik og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur í stað Hörpu Þorsteinsdóttur. Þá eru nokkrar tilfæringar í stöðum frá síðustu leikjum.

Hólmfríður Magnúsdóttir spilar sinn 80. landsleik í dag og er sú sjötta frá upphafi sem nær þeim leikjafjölda.

Byrjunarliðið lítur þannig út:

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Framherji: Rakel Hönnudóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert