Lagerbäck: Góðir möguleikar í Ljubljana

00:00
00:00

Lars Lag­er­bäck landsliðsþjálf­ari karla í knatt­spyrnu seg­ir að Ísland eigi fyr­ir hönd­um erfiðan leik gegn góðu liði Slóvena í Lju­blj­ana næsta föstu­dag, enda þótt það hafi ekki byrjað vel í þess­ari undan­keppni HM.

„Þeir eru von­svikn­ir með sína frammistöðu og þess­vegna skiptu þeir um þjálf­ara, þannig að nú er tals­vert spurn­inga­merki hvernig þeir muni spila gegn okk­ur," sagði Lag­er­bäck eft­ir að hafa kynnt lið sitt á blaðamanna­fundi í dag.

Hann kvaðst vera bjart­sýnn á góðan ár­ang­ur í Lju­blj­ana og sagði að ef liðið myndi spila vel og spila leik­inn rétt, væru góðir mögu­leik­ar á að sækja þangað þrjú stig.

Lag­er­bäck valdi Sölva Geir Ottesen í landsliðshóp­inn, enda þótt hann hefði ekk­ert spilað með FC Kö­ben­havn lengi, en valdi ekki Indriða Sig­urðsson, sem er reynd­ast­ur af þeim miðvörðum sem leikið hafa með landsliðinu að und­an­förnu.

Aðspurður um þetta kvaðst Sví­inn hafa átt langt spjall við Sölva sem væri bú­inn að fara í gegn­um gott und­ir­bún­ings­tíma­bil með FC Kö­ben­havn. Hann væri reynd­ur og gott að hafa hann í hópn­um í svona leik, en það yrði síðan að koma í ljós á æf­ing­um með liðinu hvort Sölvi yrði í byrj­un­arliðinu.

Hvað Indriða varðaði sagði Lag­er­bäck að hann væri með fjóra miðverði sem væri mjög svipaðir að styrk­leika og hefði þurft að velja á milli þeirra. Að þessu sinni hefði Indriði ekki  verið val­inn og það hefði verið mjög erfið ákvörðun að skilja hann eft­ir, en hann ætti jafna mögu­leika og aðrir á að vera val­inn í hóp­inn á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert