Spilar ekki bakvörð

Indriði Sigurðsson reynir að stöðva Cristiano Ronaldo.
Indriði Sigurðsson reynir að stöðva Cristiano Ronaldo. mbl.is/Golli

Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, spilar ekki fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd sem bakvörður.

Þetta kemur fram í staðarblaðinu Rogalands Avisen þar segir að Indriði hafi tilkynnt Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara að hann vilji aðeins vera í hópnum sé hann hugsaður sem miðvörður.

Indriði segir við blaðið að nú á seinni stigum síns ferils vilji hann fá meiri stöðugleika í sinn leik en gerir sér fulla grein fyrir því að með þessari ákvörðun gæti landsliðsferli hans verið lokið.

Indriði ítrekar að hann hafnar ekki alfarið að spila með íslenska landsliðinu, þetta snúist einungis um að hann vilji spila í miðvarðarstöðunni.

Indriði á að baki 64 landsleiki fyrir Ísland en þar hefur hann um langt árabil verið notaður sem vinstri bakvörður þrátt fyrir að leika ávallt sem miðvörður með félagsliði sínu. Hann var ekki valinn í íslenska liðið sem sigraði Slóveníu í Ljubljana síðasta föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert