Blikar skelltu KR-ingum

Leikmenn Breiðabliks fagna einu af mörkum sínum gegn KR í …
Leikmenn Breiðabliks fagna einu af mörkum sínum gegn KR í kvöld. mbl.is/Ómar

Breiðablik, Valur og Víkingur Ólafsvík er komin í undanúrslit í A-deild Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu og það ræðst svo á morgun hvort það verður Stjarnan eða Íslandsmeistarar FH verði fjórða liðið í undanúrslitunum.

Breiðablik lagði ríkjandi Lengjumeistara KR, 3:1, á gervigrasvellinum við Frostaskjól. Baldur Sigurðsson kom KR yfir en Páll Olgeir Þorsteinsson, Árni Vilhjálmsson og Jökull Elísarbetarson svöruðu fyrir Blika. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Blikanna varði vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni í stöðunni 2:1.

Valur lagði Fylki, 2:0, í Egilshöllinni með mörkum frá Iain James Williamson og Kristni Frey Sigurðssyni í fyrri hálfleik.

Í Akraneshöllinni tapaði ÍA, sem var að mestu leyti skipað leikmönnum úr 2. flokki, fyrir Víkingi Ólafsvík, 4:2. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði þrennu fyrir Ólafsvíkinga og Björn Pálsson skoraði fjórða markið. Alexander Már Þorláksson og Ragnar Lárusson gerðu mörk ÍA.

Breiðablik mætir Víkingi Ólafsvík í undanúrslitunum og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætir Valur liði FH eða Stjörnunnar.

Markaskorarar eru fengnir á urslit.net og fotbolti.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert