Jafnt hjá KR og Breiðabliki

Baldur Sigurðsson KR-ingur með boltann í leiknum í kvöld en …
Baldur Sigurðsson KR-ingur með boltann í leiknum í kvöld en Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Blika sækir að honum. mbl.is/Golli

KR og Breiðablik mætt­ust í 5. um­ferð úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­ar­inn­ar, á KR-vell­in­um klukk­an 20.00. Leikn­um lauk með 1:1 jafn­tefli og tapaði KR þar með sín­um fyrstu stig­um í sum­ar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Elf­ar Árni Aðal­steins­son kom Breiðabliki yfir með skalla­marki á 41. mín­útu. KR-ing­ar mót­mæltu harðlega þar sem þeir töldu brotið hafa verið á Óskari Erni Hauks­syni í aðdrag­anda marks­ins. Atli Sig­ur­jóns­son jafnaði fyr­ir KR á 65. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf frá Guðmundi Reyni Gunn­ars­syni. 

Síðari hálfleik­ur­inn var mun líf­legri en sá fyrri. KR-ing­ar voru mun sterk­ari í síðari hálfleik en Blikarn­ir áttu samt sem áður tvö stang­ar­skot. 

Lið KR: Hann­es Þór Hall­dórs­son - Grét­ar S. Sig­urðar­son, Aron Bjarki Jóseps­son, Bjarni Guðjóns­son, Guðmund­ur Reyn­ir Gunn­ars­son, Brynj­ar Björn Gunn­ars­son, Bald­ur Sig­urðsson, Jón­as Guðni Sæv­ars­son, Atli Sig­ur­jóns­son, Gary Mart­in, Óskar Örn Hauks­son.
Vara­menn: Rún­ar Alex Rún­ars­son (m), Þor­steinn Már Ragn­ars­son, Emil Atla­son, Torfi Karl Ólafs­son, Björn Jóns­son, Hrann­ar Ein­ars­son, Davíð Ein­ars­son.

Lið Breiðabliks: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son - Þórður S. Hreiðars­son, Renee Troost, Sverr­ir Ingi Inga­son, Krist­inn Jóns­son - Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Andri Rafn Yeom­an, Guðjón Pét­ur Lýðsson, Ell­ert Hreins­son, Elf­ar Árni Aðal­steins­son, Árni Vil­hjálms­son.
Vara­menn: Arn­ór Bjarki Haf­steins­son (m), Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Viggó Kristjáns­son, Jök­ull I. Elísa­bet­ar­son, Nichlas Rohde, Páll Ol­geir Þor­steins­son, Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son.

KR 1:1 Breiðablik opna loka
skorar Atli Sigurjónsson (65. mín.)
Mörk
skorar Elfar Árni Aðalsteinsson (41. mín.)
fær gult spjald Jónas Guðni Sævarsson (33. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Kristinn Jónsson (25. mín.)
fær gult spjald Ellert Hreinsson (71. mín.)
fær gult spjald Nichlas Rohde (78. mín.)
fær gult spjald Elfar Árni Aðalsteinsson (80. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið og liðin verða að sætta sig við að fá eitt stig hvort. KR-ingar settu Blika undir talsverða pressu í síðari hálfleik en Kópavogsbúar stóðust hana og urðu fyrsti til að taka stig á móti KR í sumar.
90 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot í stöng
Dauðafæri í uppbótartíma. Stórhættuleg skyndisókn. Rohde fékk boltann á miðlínu. Náði að hrista Grétar af sér. Komst í framhaldinu framhjá Bjarni og var einn á móti Hannesi en skotið fór í stöngina. Þarna sluppu KR-ingar vel.
90
Venjulegur leiktími er liðinn. Ekki er ljóst hversu miklu er bætt við.
86 Aron Bjarki Jósepsson (KR) á skot sem er varið
KR fékk skyndisókn. Skaut með vinstri fæti frá vítateigslínu en beint á Gulla.
85 KR fær hornspyrnu
Frá vinstri.
84 Emil Atlason (KR) á skalla sem fer framhjá
Góð fyrirgjöf Arons frá hægri. Emil í góðu færi en skallaði rétt framhjá samskeytunum að því er virtist.
82 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Varamaðurinn fór illa með gott færi. Fín skyndisókn hjá Blikum. Elfar sendi inn á teiginn hægra megin á Rohde. Hann gaf fyrir og Viggó fékk upplagt færi rétt utan markteigs en skallaði yfir.
80 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) fær gult spjald
Óþarfa brot á vallarhelmingi KR. Sparkaði aftan í Emil. Harkan er að aukast.
79
KR-ingar sækja nú nokkuð stíft og dæla boltanum inn á teiginn en allur gangur á því hvort af því skapist hætta.
78 Nichlas Rohde (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vellinum.
76
KR fær aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Nánast á línunni. Ekki skotfæri en gæti orðið hættulegt. Blikar ósáttir við þennan dóm.
75 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fer af velli
71 Ellert Hreinsson (Breiðablik) fær gult spjald
Brot á miðjum vellinum.
71 Emil Atlason (KR) á skot sem er varið
Lítil hætta á ferðum. Gulli með þetta á hreinu.
70 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot í hliðarnetið utanvert hægra megin í teignum.
69 Baldur Sigurðsson (KR) á skalla sem er varinn
Fín aukaspyrna Óskars frá vinstri inn á miðjan teiginn og þar náði Baldur að skalla á markið en beint á Gulla.
68 Nichlas Rohde (Breiðablik) kemur inn á
68 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) fer af velli
66 Emil Atlason (KR) kemur inn á
66 Atli Sigurjónsson (KR) fer af velli
Markaskorarinn fer strax út af! Rúnar var tilbúinn með skiptinguna þegar markið kom. Ef Atli er heill þá er þetta furðuleg skipting. Burtséð frá markinu þá hefur Atli verið með þeim sprækari hjá þeim röndóttu í kvöld.
65 MARK! Atli Sigurjónsson (KR) skorar
1:1 KR-ingar eru búnir að jafna. Guðmundur Reynir gaf fyrir frá vinstri. Góð fyrirgjöf á fjærstöngina og þar skoraði Atli af yfirvegun. Skaut með hægri fæti í vinstra hornið. Bjarni Guðjónsson átti sinn þátt í markinu. Steig mann út og kom boltanum upp í hornið á Guðmund.
60 Jónas Guðni Sævarsson (KR) á skot framhjá
Ágætt skot af 30 metra fær en framhjá stönginni vinstra megin.
59
Grétar er aftur kominn inná.
57
Grétar Sigurðarson liggur á vellinum og fær aðhlynningu. Hann virðist hafa fengið fótinn á sóknarmanni Blika í andlitið þegar þeir féllu í grasið. Vonandi getur hann haldið leik áfram.
55 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot í stöng
Slapp inn fyrir vörn KR eftir skyndisókn Blika. Var vinstra megin í teignum í frekar þröngu færi og þrumaði boltanum í nærstönginni svo small í.
55 Baldur Sigurðsson (KR) á skalla sem er varinn
Dauðafæri í miðjum teignum eftir frábæra fyrirgjöf Óskars frá vinstri. Baldur var eiginlega í sinni uppáhaldsstöðu, illa valdaður á markteig, en skallinn var laflaus.
53 Atli Sigurjónsson (KR) á skot framhjá
Blikarnir skölluðu boltann út úr teignum. Þar fékk Atli boltann, skaut með hægr rétt utan teigs en yfir markið. Atli má þó eiga að hann er með sprækari mönnum í KR-liðinu í kvöld.
52
Aukaspyrna vinstra megin við vítateig Blika.
50
Laust skot frá Óskari úr aukaspyrnu af 30 metra færi og hún komst ekki hálfa leið. Hafnaði í varnarmanni.
46 Gary Martin (KR) á skot sem er varið
Martin ekki lengi að fá fyrsta færi seinni hálfleiks. Fékk boltann frá Þorsteini og komst inn í teiginn vinstra megin en skotið var of laust til að setja Gulla í vandræði.
46 Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.
45 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið og Breiðablik 1:0 yfir í daufum leik. Markið kom á 41. mínútu og vonandi verða leikmenn liðanna sókndjarfari í síðari hálfleik. KR-ingar voru ósáttir við að markið skyldi standa þar sem þeir töldu að brotið hafi verið á Óskari Erni í aðdraganda marksins.
45 KR fær hornspyrnu
Frá hægri.
41 MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) skorar
0:1 Blikar eru komnir yfir og KR-ingar eru heldur betur ósáttir. Óskar var með boltann vinstra megin við teig KR frá KR-ingum séð. Hann féll eftir viðskipti við Sverri sem tók af honum boltann og gaf fyrir markið. Þar kom Elfar Árn, mætti fyrirgjöfinni og sneiddi boltann í vinstra hornið.
40 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri. Ágæt tilþrif hjá Guðjóni en varnarmaður komst fyrir fyrirgjöf hans.
34 Breiðablik fær hornspyrnu
34 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Góð aukaspyrna af 30 metra færi en Hannes varði mjög vel niðri í horninu.
33 Jónas Guðni Sævarsson (KR) fær gult spjald
Brot á vítateigslínu Breiðabliks.
31 Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) kemur inn á
Mjög áhugaverð skipting. Miðvörður út af og sóknarmaður inn á í staðinn. Bjarni Guðjóns fer væntanlega í miðvörðinn.
31 Brynjar Björn Gunnarsson (KR) fer af velli
Væntanlega meiddur.
30
Þessi leikur stendur ekki undir væntingum alla vega ekki enn sem komið er. Afar rólegt yfir þessu og fá færi.
29 Jónas Guðni Sævarsson (KR) á skot framhjá
Reyndi fyrir sér af 25 metra færi en skotið fór langt framhjá.
25 Kristinn Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Of seinn í Atla á vallarhelmingi KR.
20 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
Komst inn í teiginn vinstra megin og lét vaða með vinstri úr þröngu færi en skotið fór framhjá. Spurning hvort Árni hefði ekki átt að gefa fyrir þarna.
18 Atli Sigurjónsson (KR) á skot sem er varið
Komst inn í teiginn hægra megin og böðlaðist í gegnum varnarmenn eftir að Atli virtist hafa misst valdið á boltanum. Skaut fínu skoti í nærhornið sem Gulli varði vel.
15 KR fær hornspyrnu
Frá vinstri.
11
Hættuleg fyrirgjöf Atla frá hægri en Gunnleifur náði valdi á boltanum.
5 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot rétt utan teigs en beint á Hannes.
4
KR útfærðu aukaspyrnu skemmtilega og Óskar fékk boltann í teignum en fyrirgjöf hans fór af samherja og aftur fyrir endamörk.
3
Óskar Örn fær aukaspyrnu fyrir utan teiginn vinstra megin. Gott skotfæri.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. KR sækir í áttina að Meistaravöllum.
0
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er mættur til að fylgjast með leiknum en nú styttist í að landsliðið taki á móti Slóvenum á Laugardalsvellinum.
0
Leikmenn liðanna eru að hita upp sem og dómaratríóið. Menn eru frekar kuldalegir úti á grasinu og kannski engin furða.
0
Andri Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson og Haukur Heiðar Hauksson eru enn allir utan hóps hjá KR en þeir eru að komast af stað aftur eftir meiðsli.
0
Danski framherjinn Nichlas Rohde er á meðal varamanna Breiðabliks í kvöld. Hann er tæpur vegna meiðsla en eins og fram kom á mbl.is í dag meiddist Rohde á æfingu um helgina. Tómas Óli Garðarsson er einnig frá vegna meiðsla en hann þurfti að fara af velli í síðasta leik.
0
Breiðablik vann KR í báðum leikjum liðanna í deildinni á síðasta ári. Fyrst 2:1 á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Jónsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu fyrir Blika en Þorsteinn Már Ragnarsson fyrir KR. Síðan 4:0 á KR-vellinum, sem er stærsti sigur Blika á Vesturbæingum fyrr eða síðar. Kristinn skoraði aftur, sem og þeir Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson.
0
KR og Breiðablik hafa mæst í 52 skipti í efstu deild frá 1971. KR hefur unnið 27 leiki en Breiðablik 12 og 13 sinnum hafa félögin skilið jöfn. Breiðablik hefur hinsvegar unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna og hefur farið heim með þrjú stig úr þremur af síðustu fimm heimsóknum sínum í Vesturbæinn.
0
KR-ingar eru með 12 stig eftir fjóra leiki, eru í öðru sæti á eftir FH en komast á toppinn á ný með jafntefli eða sigri í kvöld. Breiðablik er í 6. sætinu með 6 stig og kæmist í fjórða eða fimmta sætið með sigri.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 8 (5) - KR 11 (7)
Horn: Breiðablik 2 - KR 3.

Lýsandi:
Völlur: KR-völlur

Leikur hefst
27. maí 2013 20:00

Aðstæður:
Sterk norðanátt sem er sennilega nokkurn veginn þvert á völlinn. Kalt en þurrt. Völlurinn lítur sæmilega út.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert