Jafnt hjá KR og Breiðabliki

Baldur Sigurðsson KR-ingur með boltann í leiknum í kvöld en …
Baldur Sigurðsson KR-ingur með boltann í leiknum í kvöld en Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Blika sækir að honum. mbl.is/Golli

KR og Breiðablik mættust í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á KR-vellinum klukkan 20.00. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og tapaði KR þar með sínum fyrstu stigum í sumar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom Breiðabliki yfir með skallamarki á 41. mínútu. KR-ingar mótmæltu harðlega þar sem þeir töldu brotið hafa verið á Óskari Erni Haukssyni í aðdraganda marksins. Atli Sigurjónsson jafnaði fyrir KR á 65. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. 

Síðari hálfleikurinn var mun líflegri en sá fyrri. KR-ingar voru mun sterkari í síðari hálfleik en Blikarnir áttu samt sem áður tvö stangarskot. 

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Grétar S. Sigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson, Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Atli Sigurjónsson, Gary Martin, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson (m), Þorsteinn Már Ragnarsson, Emil Atlason, Torfi Karl Ólafsson, Björn Jónsson, Hrannar Einarsson, Davíð Einarsson.

Lið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson - Þórður S. Hreiðarsson, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Guðjón Pétur Lýðsson, Ellert Hreinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Árni Vilhjálmsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Nichlas Rohde, Páll Olgeir Þorsteinsson, Alexander Helgi Sigurðarson.

KR 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Venjulegur leiktími er liðinn. Ekki er ljóst hversu miklu er bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert