Alls engin vandræði í Laugardal

AFP

Hægt er að ímynda sér vonbrigði sumra að sjá engar fréttir af ólátum eða slagsmálum vegna ofdrykkju Íslendinga á landsleik Íslands gegn Slóveníu á föstudaginn var. Eflaust sátu einhverjir fyrir framan tölvuskjáinn í þeirri von um að sjá neikvæða frétt svo hægt væri að skammast duglega yfir ákvörðun Þróttara að opna fyrir tveggja tíma bjórdrykkju yfir sérfræðingaspjalli og léttri tónlist í aðdraganda leiksins.

En hvað kom á daginn? Íslendingum er bara treystandi fyrir því að fá sér bjór fyrir leik! Hver hefði trúað þessu? Vissulega hafa Íslendingar fengið sér einn eða tvo kalda fyrir sýningar í leikhúsum og á tónleikum í áraraðir þannig að þetta hefði ekki átt að koma svo mikið á óvart. Það stofnar nefnilega enginn til vandræða af því að hann fær sér tvo bjóra fyrir hvaða menningarviðburð sem er, íþrótta- eða annað. Það fólk sem á við vandamál að stríða stofnar til vandræða og tveir bjórar í góðra vina hópi sveifla ekki pendúlnum of langt í aðra hvora áttina í þeim efnum.

Alla viðhorfsgrein Tómasar Þórs er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka