Víkingar upp í 2. sæti með sigri á Ísafirði

Sigurður Egill Lárusson og félagar sóttu þrjú stig á Ísafjörð.
Sigurður Egill Lárusson og félagar sóttu þrjú stig á Ísafjörð. mbl.is/Eggert

Víkingur úr Reykjavík gerði góða ferð til Ísafjarðar í dag og vann þar 2:0 sigur á BÍ/Bolungarvík í lokaleik 8. umferðar 1. deildar karla í knattspyrnu. Þar með komust Víkingar upp í 2. sæti deildarinnar.

Víkingur er jafn Haukum og BÍ/Bolungarvík að stigum en með betri markatölu. Liðin þrjú eru þremur stigum á eftir toppliði Grindavíkur.

Aron Elís Þrándarson kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu eftir að Nigel Quashie braut á honum, og Igor Taskovic bætti við öðru marki skömmu síðar. Heimamenn misstu svo Daniel Osafu-Badu af velli með rautt spjald.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

BÍ/Bolungarvík - Víkingur R., 0:2
(Aron Elís Þrándarson 62. (víti), Igor Taskovic 66. Rautt spjald: Daniel Osafo-Badu (BÍ/Bolungarvík) 70.)

90. Leik lokið. Sanngjarn sigur gestanna.

70. RAUTT! BÍ/Bolungarvík er manni færra eftir að Daniel Osafo-Badu fékk að líta rauða spjaldið en ekki var gott að sjá fyrir hvað það var.

66. MARK! (0:2) Annað mark Víkinga á fimm mínútum og það gerði Igor Taskovic með skoti úr teignum. Þeir eru á leiðinni upp í 2. sæti eins og staðan er núna.

62. MARK! (0:1) Víkingar fengu víti þegar Nigel Quashie reif Aron Elís Þrándarson niður innan teigs. Aron Elís tók spyrnuna sjálfur og skoraði neðst í vinstra hornið þó að markvörður heimamanna væri nálægt því að verja.

46. Seinni hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur. Enn markalaust og í raun afar lítið um færi. Það skyldi þó aldrei verða að þriðja markalausa jafnteflið í þessari umferð líti dagsins ljós.

33. Alejandro Berenguer markvörður Djúpmanna fékk fyrsta gula spjaldið fyrir brot á Viktori Jónssyni rétt utan teigs. Pape Mamadou Faye átti svo skalla framhjá úr fínu færi eftir aukaspyrnuna. Klárlega besta færi leiksins.

30. Enn er markalaust og meira um baráttu en færi á vellinum sem er enn frekar ljótur eftir veturinn.

15. Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Boltinn er meira á vallarhelmingi heimamanna en liðin hafa ekki verið að skapa sér nein færi.

1. Leikur hafinn.

0. Markamaskínan Hjörtur Hjartarson er ekki með Víkingum en hann rifbeinsbrotnaði í síðasta leik og verður því frá keppni næstu vikur.

0. BÍ/Bolungarvík tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu þegar liðið sótti KA heim í síðustu umferð. Víkingur gerði þá 2:2-jafntefli við Hauka.

0. Byrjunarliðin eru klár og hægt að sjá þau hér að neðan.

BÍ/Bolungarvík: Alejandro Berenguer - Hafsteinn Rúnar Helgason, Gunnar Már Elíasson, Sigurgeir Sveinn Gíslason, Nigel Quashie, Andri Rúnar Bjarnason, Alexander Veigar Þórarinsson, Daniel Osafo-Badu, Michael Maynard Abnett, Matthías Kroknes Jóhannsson, Ben Everson.
Varamenn: Bjarki Pétursson, Viktor Júlíusson, Max Touloute, Ólafur Atli Einarsson, Nikulás Jónsson, Daníel Agnar Ásgeirsson, Axel Sveinsson.

Víkingur: Ingvar Þór Kale - Hjalti Már Hauksson, Igor Taskovic, Halldór Smári Sigurðsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Elís Þrándarson, Sigurður Egill Lárusson, Óttar Steinn Magnússon, Kjartan Dige Baldursson, Pape Mamadou Faye, Viktor Jónsson.
Varamenn: Skúli Sigurðsson, Óttar Magnús Karlsson, Arnþór Ingi Kristinsson, Kristinn Jens Bjartmarsson, Ívar Örn Jónsson, Gunnar Helgi Steindórsson, Ágúst Freyr Hallsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert