„Ég verð að sætta mig við þessi úrslit einhvern tímann í kvöld,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1:1-jafntefli gegn Fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar leikin var 9. umferð Pepsi-deildar karla.
Fram átti fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en svo snerist taflið við. „Eins og fyrri hálfleikur spilaðist ætti ég að vera ánægður með úrslitin en eins og sá seinni spilaðist þá vildi ég fara með þrjú stig héðan. Hvað gerist svo í hálfleik? Svipan margfræga var ekki notuð en menn sáu að þetta var ekki nógu gott og náðu að berja sig saman í hálfleik og komu skömminni skárri út, fengum þá nógu mörg færi til að vinna leikinn en það vantaði smá upp á.“