Mætir vonandi á mánudaginn

Ari Freyr með tryeju OB eftir undirskriftina í gær.
Ari Freyr með tryeju OB eftir undirskriftina í gær. Ljósmynd/ob.dk

„Tilfinningin er mjög góð,“ sagði Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, við Morgunblaðið í gærkvöldi, skömmu eftir að haf skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið OB í Óðinsvéum.

Ari hefur lengi reynt að losna frá sænska liðinu Sundsvall sem hefur komið illa fram við fyrirliða sinn þrátt fyrir mikla hollustu hans í garð liðsins undanfarin misseri.

Og Sundsvall-menn eru ekki hættir að vera Þrándur í Götu Ara Freys því nú vilja þeir halda honum út tímabilið í Svíþjóð. Fari svo myndi hann ekki ganga í raðir OB fyrr en 1. janúar og hefja leik á seinni hluta dönsku úrvalsdeildarinnar.

Nánar er rætt við Ara Frey í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert