Fyrsta tap KR-inga í deildinni

Úr leik Fram og KR á Laugardalsvelli í kvöld.
Úr leik Fram og KR á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Ómar

Fram og KR mættust í elleftu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Laugardalsvellinum klukkan 21.00. Fram sigraði 2:1 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna KR í deildinni í sumar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Hólmbert Friðjónsson skoraði fyrir Fram á 25. mínútu en Haukur Heiðar Hauksson jafnaði á 65. mínútu. Sigurmarkið gerði Kristinn Ingi Halldórsson á 75. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 

Með sigrinum mjakar Fram sér upp í miðja deild en KR er eftir sem áður í toppsæti deildarinnar.

Lið Fram: Mark: Ögmundur Kristinsson Vörn: Alan Lowing, Ólafur Örn Bjarnason, Jón Gunnar Eysteinsson, Jordan Halsmann Miðja: Sam Hewson, Viktor Bjarki Arnarsson, Almarr Ormarsson Sókn: Steven Lennon, Hólmbert Friðjónsson, Haukur Baldvinsson.

Varamenn: Denis Cardaklija - Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Arnarsson, Andri Freyr Sveinsson, Aron Þórður Albertsson, Orri Gunnarsson, Benedikt Októ Bjarnason.

Lið KR: Mark: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Haukur Heiðar Hauksson, Grétar Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson. Miðja: Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Emil Atlason Sókn: Gary Martin, Þorsteinn Már Ragnarsson, Óskar Örn Hauksson.

Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Gunnar Þór Gunnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Brynjar Björn Gunnarsson, Torfi Karl Ólafsson, Aron Bjarki Jósephsson, Atli Sigurjónsson. 

Almarr Ormarsson og Guðmundur Reynir Guðjónsson í leik milli Fram …
Almarr Ormarsson og Guðmundur Reynir Guðjónsson í leik milli Fram og KR. mbl.is/Kristinn
Fram 2:1 KR opna loka
90. mín. Uppbótartími í gangi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert