FH er í góðri stöðu í einvígi sínu gegn litháíska meistaraliðinu FK Ekranas í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir frábæran útisigur, 0:1, ytra í dag.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill framan af en Pétur Viðarsson kom FH yfir með glæsilegu skallamarki eftir aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar á 29. mínútu leiksins.
Undir lok fyrri hálfleiks áttu heimamenn skot í stöngina og nígeríski miðjumaðurinn Umeh fékk svo dauðafæri á markteig en Róbert Örn Óskarsson varði meistaralega.
Í seinni hálfleik sótti Ekranas mikið og skaut tvisvar til viðbótar í tréverkið en allt kom fyrir ekki hjá heimamönnum og lönduðu Íslandsmeistararnir mögnuðum útisigri gegn sterku liði.
Seinni leikurinn fer fram í Kaplakrika eftir viku en þar dugar FH jafntefli til að komast áfram í 3. umferð Meistaradeildarinnar.
Lið Ekranas: (4-5-1) Mark: Tadas Kauneckas. Vörn: Vaidas Slavickas, Edvinas Girdvainis, Óscar Reyes, Rytis Pilotas. Miðja: Giedrius Tomkevicius, Marko Vucetic, Uchenna Umeh, Dovydas Norvilas, Dejan Djenic. Sókn: Egidijus Varnas.
Varamenn: Kornelijus Timofejevas (m), Edgaras Baranauskas, Igors Kozlovs, Arnas Ribokas, Vitalijus Kavaliauskas, Arsenij Buinickij, Aurimas Vertelis.
Lið FH: (4-3-3) Mark: Róbert Örn Óskarsson. Vörn: Jón Ragnar Jónsson, Pétur Viðarsson, Brynar Ásgeir Guðmundsson, Sam Tillen. Miðja: Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Kristján Gauti Emilsson. Sókn: Ólafur Páll Snorrason, Albert Brynjar Ingason, Atli Guðnason.
Varamenn: Daði Lárusson (m), Freyr Bjarnason, Ingimundur Níels Óskarsson, Guðmann Þórisson, Einar Karl Ingvarsson, Atli Viðar Björnsson, Ingimar Elí Hlynsson.