Eyjamenn voru afar ósáttir við að fá ekki skráð mark í leiknum gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í kvöld. Ian Jeffs átti skot í löngu færi sem markvörður heimamanna missti og virtist boltinn fara inn fyrir marklínuna áður en markvörðurinn sló hann í burtu.
David James, markvörður Eyjamanna, var vonsvikinn með að ekki skyldi vera sprotadómari við endalínuna sem dæmt hefði getað markið gilt.
„Áts!!!! 2-0 tap, engin marklíntækni, enginn Harry Potter við línuna til að sjá „markið“ hjá Jeffsey. Ennþá að jafna mig, stórkostlegt andrúmsloft,“ skrifaði James á Twitter-síðu sína.
„Við getum verið mjög stoltir af okkur. Við mættum virkilega góðu liði. 2-0 tap er ekki slæm úrslit! Andrúmsloftið var ótrúlegt,“ sagði Bradley Simmonds, miðjumaður ÍBV.