Markalaust í Kópavogi

Breiðablik náði flottum úrslitum gegn austurríska liðinu Sturm Graz í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðin skildu jöfn, markalaus, á Kópavogsvellinum.

Blikarnir stilltu upp með fimm manna vörn og lögðu áheyrslu á skipulagðan varnarleik sem heppnaðist frábærlega. Allir leikmenn liðsins hlupu úr sér lungun og lögðu allir hönd á plóg til að ná þessum glæsilegu úrslitum.

Gestirnir fengu nokkur ágæt færi en ekkert sem Gunnleifur Gunnleifsson réð ekki við í markinu. Fram á við var lítið að gerast hjá Blikum sem eins og áður segir lögðu áheyrslu á að halda markinu hreinu.

Seinni leikurinn fer fram í Graz eftir viku en þar er Breiðablik í fínum séns eftir úrslit kvöldsins.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en viðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Lið Breiðabliks: (5-3-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Tómas Óli Garðarsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Reene Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Andri Rafn Yeoman, Finnur Orri Margeirsson. Guðjón Pétur Lýðsson. Sókn: Elfar Árni Aðalsteinsson, Nichlas Rohde.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Atli Fannar Jónsson, Árni Vilhjálmsson, Páll Olgeir Þorsteinsson, Ellert Hreinsson. 

Lið Sturm Graz: (4-4-2) Mark: Christian Gratzei. Vörn: Aleksandar Todorovski, Nikola Vuyadinovich, Michael Madl, Christian Klem. Miðja: Andreas Hölzl, Manuel Weber, Anel Hadzic, Florian Kainz. Sókn: Robert Berić, Marco Djuricin.
Varamenn: Johannes Focher (m), Robert Berić, Imre Szabics, Martin Ehrenreich, Daniel Offenbacher, Tobias Kainz, Daniel Beichler.

Breiðablik 0:0 Sturm Graz opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að minnsta kosti tvær mínútur. Tvær mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert