Markalaust í Kópavogi

Breiðablik náði flott­um úr­slit­um gegn aust­ur­ríska liðinu Sturm Graz í fyrri leik liðanna í 2. um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í kvöld en liðin skildu jöfn, marka­laus, á Kópa­vogs­vell­in­um.

Blikarn­ir stilltu upp með fimm manna vörn og lögðu áheyrslu á skipu­lagðan varn­ar­leik sem heppnaðist frá­bær­lega. All­ir leik­menn liðsins hlupu úr sér lung­un og lögðu all­ir hönd á plóg til að ná þess­um glæsi­legu úr­slit­um.

Gest­irn­ir fengu nokk­ur ágæt færi en ekk­ert sem Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son réð ekki við í mark­inu. Fram á við var lítið að ger­ast hjá Blik­um sem eins og áður seg­ir lögðu áheyrslu á að halda mark­inu hreinu.

Seinni leik­ur­inn fer fram í Graz eft­ir viku en þar er Breiðablik í fín­um séns eft­ir úr­slit kvölds­ins.

Nán­ari um­fjöll­un um leik­inn verður í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið en viðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Lið Breiðabliks: (5-3-2) Mark: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son. Vörn: Tóm­as Óli Garðars­son, Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Reene Troost, Krist­inn Jóns­son. Miðja: Andri Rafn Yeom­an, Finn­ur Orri Mar­geirs­son. Guðjón Pét­ur Lýðsson. Sókn: Elf­ar Árni Aðal­steins­son, Nichlas Rohde.
Vara­menn: Arn­ór Bjarki Haf­steins­son (m), Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Viggó Kristjáns­son, Atli Fann­ar Jóns­son, Árni Vil­hjálms­son, Páll Ol­geir Þor­steins­son, Ell­ert Hreins­son. 

Lið Sturm Graz: (4-4-2) Mark: Christian Gratzei. Vörn: Al­eks­and­ar Todorovski, Ni­kola Vuya­din­ovich, Michael Madl, Christian Klem. Miðja: Andreas Hölzl, Manu­el We­ber, Anel Hadzic, Flori­an Kainz. Sókn: Robert Ber­ić, Marco Djuric­in.
Vara­menn: Johann­es Focher (m), Robert Ber­ić, Imre Sza­bics, Mart­in Ehren­reich, Daniel Of­fen­bacher, Tobi­as Kainz, Daniel Beichler.

Breiðablik 0:0 Sturm Graz opna loka
Spjöld
fær gult spjald Marco Djuricin (19. mín.)
fær gult spjald Aleksandar Todorovski (70. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+3. Frábær úrslit fyrir Blika sem eru í séns fyrir seinni leikinn.
90 Sturm Graz fær hornspyrnu
+3.
90
Uppbótartími verður að minnsta kosti tvær mínútur. Tvær mínútur.
86 Anel Hadzic (Sturm Graz) á skalla sem fer framhjá
Elfar Árni missir boltann á miðjunni og gestirnir komast í skyndisókn. Endar með góðri fyrirgjöf frá hægri og Hadzic nær föstum skalla sem hittir ekki markið.
85 Imre Szabics (Sturm Graz) á skot framhjá
Ungverski landsliðsmaðurinn leggur boltann fyrir sig í teignum en skotið hátt yfir. Góð pressa hjá Sverri Inga. Blikarnir eru orðnir dauðþreyttir.
83 Breiðablik fær hornspyrnu
Kristinn með sendingu á fjærstöngina þar sem gestirnir skalla aftur í horn.
82 Breiðablik fær hornspyrnu
Væri ekki leiðinlegt að pota inn einu marki núna.
81 Sturm Graz fær hornspyrnu
Kristinn bjargar í horn. Sá er búinn að vera frábær eftir erfiða byrjun.
78 Ellert Hreinsson (Breiðablik) kemur inn á
78 Nichlas Rohde (Breiðablik) fer af velli
77 Imre Szabics (Sturm Graz) kemur inn á
77 Marco Djuricin (Sturm Graz) fer af velli
75 Marco Djuricin (Sturm Graz) á skot sem er varið
Leikur á Renee Troost og skýtur á markið en Gunnleifur ver og heldur boltanum.
73
Kristinn Jónsson með ljómandi fínan sprett. Hann sækir að miðri vörninni en það er enginn með honum hægra megin og því rennur sóknin út í sandinn.
70 Aleksandar Todorovski (Sturm Graz) fær gult spjald
Braut á Kristni Jónssyni í skyndisókn áðan. Dómarinn ekki búinn að gleyma því.
69 Marco Djuricin (Sturm Graz) á skalla sem er varinn
Dauðafæri! Frábær fyrirgjöf frá hægri en skallinn ekki nógu góður.
66 Nikola Vuyadinovich (Sturm Graz) á skalla sem er varinn
Nær skalla á fjærstönginni eftir aukaspyrnu frá vinstri. Gunnleifur vel staðsettur og grípur boltann.
65 Daniel Offenbacher (Sturm Graz) kemur inn á
65 Andreas Hölzl (Sturm Graz) fer af velli
61 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar halda boltanum miklu betur núna. Þeirra besti kafli í leiknum.
58 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Nær skalla eftir aukaspyrnu Kristins frá vinstri. Markvörðurinn gerir vel í að verja. Fyrsta sem hann þarf að gera í leiknum.
56 Anel Hadzic (Sturm Graz) á skot framhjá
Örvæntingarfullt skot af löngu færi. Meira af þessu.
54
Ekki að það komi neitt á óvart, en þá byrjar seinni hálfleikurinn eins og sá fyrri var. Sturm Graz heldur boltanum og reynir að finna leiðir í gegnum skipulagða vörn Blika.
51
Áhorfendur í dag eru 1.052
47 Robert Berić (Sturm Graz) á skot framhjá
Langt framhjá.
46 Leikur hafinn
Blikar sækja nú í átt að Sporthúsinu.
45
Blikar verjast vel og halda skipulagi með miklum aga. Seinni hálfleikurinn verður erfiður fyrir heimamenn en þeir eiga hrós skilið fyrir þennan hálfleik.
45 Hálfleikur
+1. Fín staða í hálfleik.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Fín fyrirgjöf frá Kristni sem gestirnir verða skalla í horn. Rohde sótti þetta horn með árás í teignum.
44
Tómas Óli með fína takta og glæsilega sendingu á Rohde sem var sloppinn í gegn en hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann og rangstaða dæmd.
43 Sturm Graz fær hornspyrnu
38 Robert Berić (Sturm Graz) á skot sem er varið
Gestirnir í dauðafæri. Boltinn fellur fyrir fætur Beric á markteig en Sverrir Ingi tekur allan kraft úr skotinu með hetjulegri tæklingu.
35
Þórður jafnar sig og kemur aftur inn á. Gott fyrir Blika til að geta haldið skipulaginu.
34
Þórður Steinar Hreiðarsson er meiddur og fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara. Það er enginn miðvörður á bekknum þannig ef hann fer út af verður Finnur Orri að fara aftur í miðvörðinn.
31
Leikmenn Sturm Graz eru þolinmóðir og reyna byggja upp sóknir. Þolinmæði verður lykilatriði hjá gestunum í kvöld því Blikarnir eru nokkuð þéttir.
28
Önnur ógeðsleg dýfa, nú hjá leikmanni númer 14, Florian Kainz, út á miðjum vellinum í baráttu við Tómas Óla Garðarsson. Línuvörðurinn sér ekki svindlið og dæmir aukaspyrnu. Ólafi Kristjánssyni er ekki skemmt og segir Kainz að standa í fæturnar.
27 Robert Berić (Sturm Graz) á skalla sem fer framhjá
Slóveninn fær fyrirgjöf frá hægri og skallar framhjá úr algjöru dauðafæri. Sturm Graz gengur ágætlega að fara upp vængina.
26
Gífurleg barátta í Blikaliðinu sem ætlar að selja sig dýrt. Menn eru svona enn að ná áttum í þessari taktík.
23
Djuricin fær sendingu inn fyrir vörnina og skorar en er réttilega dæmdur rangstæður. Miðverðirnir þrír hjá Blikum ekki verið sannfærandi þessar fyrstu 23 mínútu.
21 Marco Djuricin (Sturm Graz) á skot sem er varið
Virkilega laglegt spil hjá gestunum. Þeir ná fyrirgjöf frá vinstri og Djuricin er fyrstur á boltann en skotið slakt, beint í hendurnar á Gulla.
19 Marco Djuricin (Sturm Graz) fær gult spjald
Reynir viðbjóðslega dýfu í vítateignum og fær réttilega gult spjald. Guð minn góður hvað þetta var augljóst.
17
Úff! Nichlas Rohde við það að sleppa einn í gegn en sendingin er aðeins of löng og markvörður gestanna er á undan í boltann.
16 Nikola Vuyadinovich (Sturm Graz) á skalla sem fer framhjá
Fær skallafæri einn og óvaldaður fyrir miðjum teig Blika en sem betur fer er skallinn arfaslakur og boltinn fer langt framhjá.
16 Breiðablik fær hornspyrnu
Leikmenn Sturm Graz spila boltanum vel á milli sín.
14
Blikar fengið tvö tækifæri á síðustu tveimur mínútum til að koma aukaspyrnu inn á teiginn en boltinn stöðvast á fyrsta varnarmanni gestanna í bæði skiptin. Svona tækifæri verða Blikar að nýta betur.
12 Michael Madl (Sturm Graz) á skot framhjá
Reynir að skrúfa boltann yfir vegginn en hann fer yfir markið.
11
Þórður Steinar gefur aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann straujar einn gestinn.
10
Þetta verður ekki áferðarfallegt hjá Blikum í kvöld sem ætla augljóslega að spila öflugan varnarleik. En það er vonandi að þetta skili góðum úrslitum.
7 Marco Djuricin (Sturm Graz) á skot sem er varið
Snýr í teignum og nær föstu skoti að marki en Gunnleifur grípur boltann. Vel gert hjá báðum.
5 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skot framhjá
Kristinn Jónsson leggur boltann fyrir fætur miðvarðarins sem hamrar að marki en boltinn framhjá.
4
Breiðablik fær aukaspyrnu um 30 metrum frá marki.
2
Breiðablik leikur 5-3-2. Guðjón Pétur, Andri Rafn og Finnur Orri eru á miðjunni og þeir Rohde og Elfar Árni frammi.
1
Breiðablik leikur með þrjá miðverði og þeir Tómas Óli og Kristinn Jónsson eru svokallaðir vængbakverðir.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og leika í átt að Fífunni.
0
Hingað er mættur slatti af stuðningsmönnum Sturm Graz sem láta vel í sér heyra þó leikurinn sé ekki byrjaður.
0
Liðin ganga út á Kópavogsvöll. Rífandi stemning í stúkunni.
0
Stúkan var nánast tóm fyrir svona tíu mínútum síðan en nú er hún að fyllast. Stefnir í algjöra lúxusmætingu sem er vel. Verið er að kynna liðin áður en þau ganga til leiks.
0
Liðin eru farin til búningsklefa að gera sig klár fyrir leikinn. Það styttist í þennan stórleik hér á Kópavogsvelli.
0
Nýjustu fregnir herma að Blikar spili með fimm manna vörn í leiknum. Tómas Óli og Kristinn Jónsson væru þá bakverðir en Þórður Steinar, Sverrir Ingi og Renee allir í miðvarðarstöðu. Það kemur í ljós um leið og leikurinn hefst.
0
Sturm Graz leikur vanalega í svörtum búningum en þar sem Blikarnir leika í treyjum með grænum og svörtum röndum í Evrópu í ár þurfa gestirnar að vera í varabúningum sínum sem eru alhvítir.
0
Austurrísku blaðamennirnir sem fjölmenna á Kópavogsvöllinn í kvöld vildu ólmir vita hvað stendur á skiltunum sem standa inn í vítateigunum. Á þeim stendur að ekki megi hita upp í vítateignum. Markvörður Sturm Graz er fyrstur gestanna út á völl og fer beint inn í vítateig að hita upp. Enda kann maðurinn ekki íslensku.
0
Framherjapar Sturm Graz er glænýtt en nýráðinn þjálfari liðsins fékk bæði Robert Beric og Marco Djuricin til liðsins í sumar. Beric kom með þjálfaranum frá Maribor í Slóveníu en Djuricin er Austurríkismaður.
0
Lið Sturm Graz: (4-4-2) Mark: Christian Gratzei. Vörn: Aleksandar Todorovski, Nikola Vuyadinovich, Michael Madl, Christian Klem. Miðja: Andreas Hölzl, Manuel Weber, Anel Hadzic, Florian Kainz. Sókn: Robert Berić, Marco Djuricin.
0
Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Reene Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson. Miðja: Andri Rafn Yeoman, Finnur Orri Margeirsson. Guðjón Pétur Lýðsson. Sókn: Elfar Árni Aðalsteinsson, Tómasi Óli Garðarsson, Nichlas Rohde.
0
Sturm Graz tók síðast þátt í Evrópukeppni tímabilið 2011/2012 en komst þá í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Austurríkismennirnir unnu Videoton frá Ungverjalandi í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og Zestafoni frá Georgíu í 3. umferð. Liðið tapaði svo fyrir hvítrússnesku Íslandsvinunum í BATE Borisov í umspilinu fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og endaði því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar var liðið í riðli með Lokomotiv Mosvku, AEK Aþenu og Anderlecht. Einn sigur vannst gegn AEK en hinir fimm töpuðust.
0
Enginn af austurrísku leikmönnum Sturm Graz voru í landsliðshópnum gegn Svíþjóð í byrjun júní. Þrír leikmenn voru aftur á móti kallaðir inn í hópinn á undanförnum tólf mánuðum; markvörðurinn Crhstian Gratzei, miðjumaðurinn Jürgen Säumel og framherjinn Ruben Okotie. Sá síðastnefndi er reyndar ekki lengur leikmaður Sturm Graz því meistarar Austria Vín keyptu hann eftir tímabilið. Í liði Sturm Graz eru þó tveir landliðsmenn; Ungverjinn Imre Szabics og Slóveninn Robert Beric sem þjálfarinn tók með sér frá Maribor.
0
Þjálfari Sturm Graz er Slóveninn Darko Milanic en hann tók við liðinu í sumar eftir að gera Maribor að meisturunum í heimalandindinu fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Þá vann hann slóvenska bikarinn með Maribor síðustu þrjú ár.
0
Undanfarin ár hefur verið bjartara yfir Sturm Graz en liðið vann bikarinn 2010 og varð austurrískur meistari 2011. Það komst í riðlakeppni Evrópudeldarinnar 2010 og 2012 þannig uppsveiflan er mikil hjá liðinu.
0
Heimavöllur Sturm Graz hét Gruabn sem tók 12.000 manns í sæti en árið 1997 flutti það sig yfir á Arnold Schwarznegger-völlinn sem heitir í dag UPC-Arena. Þeim velli deilir Sturm Graz með Grazer AK. Frá 1997-2005 var Gruabn-völlurinn notaður sem æfingasvæði fyrir yngri flokka Sturm Graz en 2005 var hann seldur borginni Graz til að borga upp skuldir liðsins.
0
Mikil eyðsla Sturm Graz eftir aldamótin skildi liðið eftir í skuldasúpu og þurfti það að lýsa yfir gjaldþroti 2006. Vegna fjárhagsstöðu liðsins þurfti það að notast við unga og uppalda leikmenn en þegar þeir fóru að standa sig vel voru þeir einnig keyptir til stærri félaga.
0
Sturm Graz var fastagestur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar um aldamótin og komst meðal annars á annað stig riðlakeppninnar tímabilið 2000/2001. Þar vann liðið frábæra sigra gegn Galatasaray, Monaco og Rangers en það átti lítið í Valencia og Manchester United á öðru stigi riðlakeppninnar. Liðið þénaði mikla peninga á þessum árum en þar sem liðið blómstraði svo svakalega missti það nær alla sína bestu leikmenn til stærri liða í Evrópu. Því þurfti að eyða drjúgum hluta peninganna sem fengust fyrir árangurinn í Meistaradeildinni í nýja leikmenn - í staðinn fyrir að geta gert gott lið betra.
0
Því miður er leikskýrslan enn ekki komin frá UEFA þannig ekki er hægt að greina frá byrjunarliðum kvöldsins. En við yljum okkur á meðan með smá sögustund um Sturm Graz.
0
Góða kvöldið. Mbl.is heilsar frá Kópavogsvellinum þar sem rignir nær látlaust. Blikar eiga fyrir höndum gífurlega erfitt verkefni gegn firnasterku liði Sturm Graz.
0
Keppni í Austurríki er að hefjast um næstu helgi en Sturm Graz spilar fyrsta leikinn á nýju tímabili gegn Wacker Innsbruck á útivelli á sunnudaginn. Í fyrra endaði liðið í 4. sæti, 34 stigum á eftir meisturunum í Austria Vín, en Salzburg og Rapid Vín voru í öðru og þriðja sæti.
0
Einn Íslendingur hefur verið í herbúðum Sturm Graz en Ragnar Margeirsson, fyrrum landsliðsmaður úr Keflavík, spilaði með liðinu hluta ársins 1989.
0
Sturm Graz er fimmta austurríska félagið sem mætir íslensku liði í Evrópukeppni. Fram mætti Rapid Vín árið 1985 og vann 2:1 heima en tapaði 0:3 í Vín. Keflavík lék við bæði LASK Linz og Austria Vín í Intertoto-keppninni 1995 og 1996 og tapaði báðum leikjum, 1:2 og 0:6, en þar var leikið í riðlum. Loks lék Grindavík við Kärnten árið 2003 og féll út afar naumlega, 2:3 samanlagt.
0
Breiðablik sló FC Santa Coloma frá Andorra út í 1. umferð keppninnar, 4:0 samanlagt. Sturm Graz sat hjá í fyrstu umferðinni.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Sturm Graz: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 2 (1) - Sturm Graz 13 (6)
Horn: Breiðablik 5 - Sturm Graz 3.

Lýsandi:
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.052

Leikur hefst
18. júlí 2013 19:15

Aðstæður:
12 gráðu hiti, 4 m/s og skúrir með köflum. Völlurinn góður en blautur.

Dómari: Ognen Valjic, Bosníu
Aðstoðardómarar: Hrvoje Turudic og Senad Ibrisimbegovic, Bosníu

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka