Stjarnan vann KR og galopnaði toppbaráttuna

Stjarnan tók á móti KR í 12. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan vann öruggan 3:1 sigur og var 2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Garðar Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik og Kennie Chopart bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik. Baldur Sigurðsson minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. 

Þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar á KR í sögunni í efstu deild. Liðin höfðu fyrir leikinn mæst 20 sinnum en KR vann ellefu þeirra leikja og níu sinnum skildu liðin jöfn.

Stjarnan er þá á toppnum með jafnmörg stig og FH. KR er aðeins stigi á eftir og Breiðablik er þremur á eftir. 

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson; Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Robert Sandnes; Kennie Chopart, Atli Jóhannsson, Michael Præst, Halldór Orri Björnsson; Veigar Páll Gunnarsson, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson (m), Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hörður Árnason, Ólafur Karl Finsen, Aron Grétar Jafetsson, Gunnar Örn Jónsson, Baldvin Sturluson. 

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson; Haukur Heiðar Hauksson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Brynjar Björn Gunnarsson, Gunnar Þór Gunnarsson; Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson; Atli Sigurjónsson, Gary Martin, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson (m), Þorsteinn Már Ragnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Emil Atlason, Torfi Karl Ólafsson, Aron Bjarki Jósepsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson. 

Stjarnan 3:1 KR opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við leiktímann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert