Blikarnir komu Sturm Graz á óvart

Elfar Árni Aðalsteinsson kominn framhjá einum leikmanna Sturm Graz í …
Elfar Árni Aðalsteinsson kominn framhjá einum leikmanna Sturm Graz í fyrri leik liðanna. mbl.is/Eva Björk

„Íslendingarnir komu okkur á óvart með öflugum varnarleik í fyrri leiknum og þeir vilja eflaust koma á óvart aftur núna. En við vitum hvernig þeir spila núna,“sagði Michael Madl miðvörður austurríska liðsins Sturm Graz fyrir seinni leikinn við Breiðablik í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer í Graz kl. 16 í dag.

Leikmenn Sturm eiga enn eftir að finna leiðina framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni og eiga Blikar mesta möguleika íslensku liðanna eftir markalaust jafntefli í Kópavogi.

ÍBV þarf að vinna upp 2:0-forskot Rauðu stjörnunnar frá Serbíu á Hásteinsvelli. Búist er við 30 stuðningsmönnum Rauðu stjörnunnar.

KR-ingar eru í slæmum málum gegn Standard Liege eftir að hafa tapað á heimavelli 3:1. Liðin mætast að nýju í Liege í kvöld kl. 18.30, á sama tíma og ÍBV og Rauða stjarnan. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert