Valssigur í tíu marka leik

Kolbeinn Kárason og Jóhannes Karl Guðjónsson eigast við í fyrri …
Kolbeinn Kárason og Jóhannes Karl Guðjónsson eigast við í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. mbl.is/Ómar

Val­ur vann sig­ur á ÍA, 6:4, í ótrú­leg­um tíu marka leik í 13. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í fót­bolta í kvöld. Krist­inn Freyr Sig­urðsson skoraði þrennu fyr­ir Val en sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Þetta er fyrsti sig­ur Vals­manna síðan í 6. um­ferð.

Vals­menn komust yfir á 15. mín­útu með marki Krist­ins Freys Sig­urðsson­ar en Skag­inn tók for­yst­una með mörk­um frá Ármanni Smára Björns­syni og Garðari Gunn­laugs­syni sem bæði komu eft­ir föst leik­atriði.

Heima­menn jöfnuðu aft­ur þegar Arn­ar Sveinn Geirs­son skoraði eft­ir lag­leg­an und­ir­bún­ing Hauks Páls Sig­urðsson­ar tveim­ur mín­út­um eft­ir mark Garðars. Jó­hann­es Karl kom ÍA aft­ur yfir með marki 32. mín­útu en veisl­unni í fyrri hálfleik var ekki enn lokið.

Páll Gísli Jóns­son, markvörður ÍA, gerði sig sek­an um slæm mis­tök þegar hann missti lang­skot Daniels Racchi í netið á 44. mín­útu og mín­útu síðar kom Krist­inn Freyr Val í 4:3 með skoti sem fór af varn­ar­manni og í netið. Sjö marka fyrri hálfleik­ur.

Í þeim síðari létu mörk­in aðeins bíða eft­ir sér en Krist­inn Freyr skoraði með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf Arn­ars Sveins á 75. mín­útu og kom Val í 5:3. Garðar Gunn­laugs­son skoraði annað mark sitt einni mín­útu fyr­ir leiks­lok en í staðinn fyr­ir að jafna met­in fengu Skaga­menn á sig sjötta markið þegar Daniel Racchi skoraði með skoti úr teign­um í upp­bót­ar­tíma.

Vals­menn kom­ast með sigr­in­um upp fyr­ir ÍBV í fimmta sætið en ÍA er sem fyrr í 11. sæti. 

Nán­ari um­fjöll­un um leik­inn má lesa í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið en mynd­bandsviðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Leik­ur­inn var í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is en hana má lesa hér að neðan.

Lið Vals: (4-3-3) Mark: Fjal­ar Þor­geirs­son. Vörn: Jón­as Tór Næs, Magnús Már Lúðvíks­son, Stefán Ragn­ar Guðlaugs­son, Bjarni Ólaf­ur Ei­ríks­son. Miðja: Hauk­ur Páll Sig­urðsson, Iain James William­son, Daniel Craig Racchi. Sókn: Arn­ar Sveinn Geirs­son, Indriði Áki Þor­láks­son, Krist­inn Freyr Sig­urðsson.
Vara­menn: Ásgeir Þór Magnús­son (m), Sig­urður Eg­ill Lárus­son, Kol­beinn Kár­son, Matth­ías Guðmunds­son, Sindri Scheving, Mat­arr Jobe, Andri Fann­ar Stef­áns­son.

Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jóns­son. Vörn: Andri Geir Al­ex­and­ers­son, Kári Ársæls­son, Thom­as Sör­en­sen, Joakim Wrele. Miðja: Andri Adolphs­son, Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, Arn­ar Már Guðjóns­son, Hafþór Ægir Vil­hjálms­son. Sókn: Garðar Gunn­laugs­son, Ármann Smári Björns­son.
Vara­menn: Árni Snær Ólafs­son (m), Maksims Rafalskis, Jos­hua Watt, Theo Fur­ness, Eggert Kári Karls­son, Ein­ar Logi Ein­ars­son, Alx­and­er Már Þor­láks­son.

Val­ur 6:4 ÍA opna loka
skorar Kristinn Freyr Sigurðsson (15. mín.)
skorar Arnar Sveinn Geirsson (24. mín.)
skorar Daniel Craig Racchi (44. mín.)
skorar Kristinn Freyr Sigurðsson (45. mín.)
skorar Kristinn Freyr Sigurðsson (75. mín.)
skorar Daniel Craig Racchi (90. mín.)
Mörk
skorar Ármann Smári Björnsson (17. mín.)
skorar Garðar B. Gunnlaugsson (22. mín.)
skorar Jóhannes Karl Guðjónsson (32. mín.)
skorar Garðar B. Gunnlaugsson (89. mín.)
fær gult spjald Stefán Ragnar Guðlaugsson (41. mín.)
fær gult spjald Arnar Sveinn Geirsson (58. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ármann Smári Björnsson (67. mín.)
fær gult spjald Joakim Wrele (83. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+4. Sturluðum leik lokið með sigri Vals.
90 MARK! Daniel Craig Racchi (Valur) skorar
+2. 6:4 - Sigurður Egill með fasta fyrirgjöf sem Páll Gísli ver beint út í teiginn. Racchi fær boltann og hamrar hann í netið.
90
+1. Uppbótartími verður að minnsta kosti fjórar mínútur.
90 Maksims Rafalskis (ÍA) kemur inn á
90 Kári Ársælsson (ÍA) fer af velli
89 MARK! Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) skorar
5:4 - Jóhannes Karl fíflar menn upp úr skónum á hægri kantinum og gefur fyrir, beint á Garðar Gunnlaugsson sem skallar knöttinn niður í hornið.
88 Sigurður Egill Lárusson (Valur) kemur inn á
Heiðursskipting fyrir þrennuna.
88 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fer af velli
85 Matthías Guðmundsson (Valur) kemur inn á
85 Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fer af velli
84 Valur fær hornspyrnu
84 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Af varnarmanni og yfir.
83 Joakim Wrele (ÍA) fær gult spjald
Fyrir dýfu innan teigs. Var nú líklega vítaspyrna samt.
82 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Slök skottilraun.
81 Valur fær hornspyrnu
81 Andri Fannar Stefánsson (Valur) á skot sem er varið
Skot úr teignum sem Páll Gísli ver vel.
80 Jónas Tór Næs (Valur) á skot framhjá
Langskot, rétt framhjá.
75 MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) skorar
5:3 - Arnar Sveinn með fyrirgjöf frá hægri sem Kristinn Freyr skallar í netið. Virkilega góður skalli en varnartilburðir Skagamanna ekki upp á marga fiska.
72 Alexander Már Þorláksson (ÍA) kemur inn á
Tvíburabróðir Indriða Áka, framherja Vals, kemur inn á í fyrsta skipti í efstu deild.
72 Andri Adolphsson (ÍA) fer af velli
67 Arnar Sveinn Geirsson (Valur) á skot framhjá
Löng sending fram. Arnar Sveinn kemst í gott færi hægra megin í teignum en skýtur framhjá á nærstönginni.
67 Ármann Smári Björnsson (ÍA) fær gult spjald
Fyrir kjaftbrúk.
67 Ármann Smári Björnsson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Skallar í varnarmann og afturfyrir en markspyrna dæmd. Skagamenn ekki sáttir.
66 ÍA fær hornspyrnu
66 Andri Adolphsson (ÍA) á skot sem er varið
Vinstrifótar skot sem Fjalar ver í horn.
65
Liðin skiptast nú á að sækja en fá engin færi. Menn eru aðeins að taka sig saman í andlitinu í varnarleiknum.
60 ÍA fær hornspyrnu
59
Haukur Páll liggur sárþjáður á vellinum í smástund. Guðmundur Ársæll, dómari, bíður með að flauta þangað til Skagamenn eru í álitlegri sókn. Eðlilega verður allt vitlaust. Heimskulegt hjá dómaranum.
58 Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot á Páli Gísla.
56 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið
Racchi leggur upp dauðafæri fyrir Kristinn eftir vel útfærða skyndisókn en Páll Gísli ver - já ver! - með fætinum.
53
Varnarleikur liðanna hefur ekkert skánað. Menn hitta ekki boltann þegar þeir ætla hreinsa og missa langar sendingar inn fyrir sig. Það getur ekki annað verið en fleiri mörk líti dagsins ljós.
50 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Arfaslök aukaspyrna, hátt yfir.
46 Leikur hafinn
Þá hefst veislan á ný og nú sækja Skagamenn í átt að Keiluhöllinni.
46 Einar Logi Einarsson (ÍA) kemur inn á
46 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) fer af velli
45
Ekki mark ennþá en Valur á aukaspyrnu rétt fyrir utan teig...
45
Þvílík skemmtun sem þessi fyrri hálfleikur var. Varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. Vonandi endar þetta í 14 marka leik.
45 Leik lokið
Ruglaðasta fyrri hálfleik sumarsins er lokið. Því miður.
45 ÍA fær hornspyrnu
+3.
45 ÍA fær hornspyrnu
+2.
45 Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) á skot sem er varið
+2. Fyrsta varða skotið!
45 MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) skorar
+3. 4:3 - Þetta er ekki hægt! Jónas Tór Næs leggur boltann fyrir fætur Kristins Freys í teignum. Hann skýtur í varnarmann og af honum skrúfast boltinn yfir Pál Gísla og í netið.
44 MARK! Daniel Craig Racchi (Valur) skorar
3:3 - Daniel Craig hamrar boltann beint á markið af 25 metra færi. Páll Gísli ætlar að grípa knöttinn sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum ekki verið neitt mál en hann missir boltann úr höndunum og inn í netið.
41 Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur) fær gult spjald
Gjörsamlega straujar Jóhannes Karl og fær réttilega gult spjald.
37 Arnar Már Guðjónsson (ÍA) á skot framhjá
Reynir viðstöðulaust skot af 30 metra færi, hátt yfir. Það fer greinilega ekki allt inn.
34
Menn nálgast varla vítateiginn án þess að skora. Varnarmenn beggja liða og markverðir ekki að eiga neinn stjörnuleik.
32 MARK! Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) skorar
2:3 - Áfram heldur fjörið! Andri Adolphsson virðist ætla reyna taka á móti boltanum í teig Valsmanna en það breytist í sendingu á Jóhannes Karl sem kemur á ferðinni og setur boltann framhjá Fjalari í markinu. Sérstakt mark en það telur engu að síður.
29
Það er vonandi að liðin haldi áfram að skjóta á markið. Bæði lið með tvö skot á rammann og boltinn í netinu í öll skiptin.
25
Þessar fyrstu 25 mínútur afa verið ótrúlegar! Eflaust fæstir sem bjuggust við þessu.
24 MARK! Arnar Sveinn Geirsson (Valur) skorar
2:2 - Haukur Páll sendir Arnar Svein einan í gegn með frábærri sendingu með brjóstkassanum. Það er brotið á Arnari en hann stendur af sér tæklingu og rennir knettinum framhjá Páli Gísla.
22 MARK! Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) skorar
1:2 - Hafþór Ægir með langt innkast frá vinstri. Ármann Smári fleytir boltanum áfram með höfðinu, beint á Garðar Gunnlaugsson sem fær dauðafæri á markteig og bregst ekki bogalistin. Þrír fyrrverandi Valsmenn komu að þessu marki.
19 Indriði Áki Þorláksson (Valur) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Rangstöðutaktík Skagamanna klikkar allsvakalega. Haukur Páll sendir Indriða Áka einan í gegn en hann skýtur framhjá markinu, einn á móti Páli Gísla. Hann sendi Pál í rangt horn og allt. Þú verður að hitta markið, drengur!
17 MARK! Ármann Smári Björnsson (ÍA) skorar
1:1 - Fjalar misreiknar hornspyrnu Wrele og nær ekki til boltans. Ármann Smári stekkur hæst í teignum og skallar boltann í autt netið.
17 ÍA fær hornspyrnu
Önnur, nú frá hægri.
16 ÍA fær hornspyrnu
16
"Þegar ég syng fyrir leiki þá vinnum við!" heyrist í Geir Ólafs innan úr Lollastúku.
15 MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) skorar
1:0 - Lagleg sókn Valsmanna. Haukur Páll með snyrtilega sendingu upp vænginn á Jónas Tór Næs sem rennir boltanum fyrir markið og þar er Kristinn mættur og skorar.
13 Andri Fannar Stefánsson (Valur) kemur inn á
13 Iain Williamson (Valur) fer af velli
13 ÍA fær hornspyrnu
10
Iain Williamson meiddist rétt áðan við að gefa einfalda sendingu. Tæpt að hann haldi áfram leik.
8 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Fínasta skottilraun fyrir utan teig en boltinn framhjá.
8 Valur fær hornspyrnu
6
Daniel Craig með skot í varnarmann í teignum. Heimamenn vilja meina boltinn fari í hönd eins Skagamannsins og heimta vítaspyrnu. Ekkert dæmt.
2
Fínasta hornspyrna en tveir Skagamenn reyna báðir að skalla boltann inn og eyðileggja fyrir hvorum öðrum.
2 ÍA fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Keiluhöllinni.
0
Geir klikkaði auðvitað ekki en nú snúum við okkur að fótbolta. Það styttist í þennan lokaleik 13. umferðar Pepsi-deildarinnar.
0
Geir Ólafs er mættur með míkrafóninn í stúkuna og ætlar að taka fyrir okkur spænskt lag á ensku. Smá sömbu. Þetta verður eitthvað.
0
Skagamenn ætla greinilega fjölmenna á völlinn í kvöld en slatti af þeim eru nú þegar mættir í stúkuna. Þar má sjá framkvæmdastjórann fráfarandi Þórð Guðjónsson og söngvarann öfluga Dag Sigurðsson sem vann söngkeppni framhaldsskólanna 2011 og keppti í X-factor í Bretlandi.
0
Rúnar Már Sigurjónsson, hinn frábæri miðjumaður Vals, er enn meiddur en hann skokkar bara hér um völlinn áður en hann tekur sér væntanlega sæti í stúkunni. Það munar um minna fyrir Valsliðið að hann sé frá enda sýnir árangur síðustu vikna það bersýnilega.
0
Það er alltaf hátíðleg stund þegar svona stórveldi eins og Valur og ÍA mætast í efstu deild. Liðin eiga auðvitað samtals 38 Íslandsmeistaratitla - takk fyrir túkall. Valur vann síðast undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, núverandi þingmanns Framsóknarflokksins, árið 2007 en Skaginn lyfti síðast þeim stóra árið 2001 undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfar Víking Reykjavík í dag.
0
Ármann Smári Björnsson fær blíðar móttökur frá Valsmönnum að vanda. Þessi góðláti risi lék með Val frá 2001-2004 og fór með liðinu upp og niður um deild. Þeir sjá þó væntanlega eftir vingjarnlegheitunum skori hann fyrir Skagann í kvöld.
0
Spenningurinn er strax farinn að magnst upp hér á Hlíðarenda. Ekki vegna leiksins þó hann verði eflaust alveg ágætur - heldur því Geir Ólafsson á víst að taka lagið skömmu fyrir leik. Fátt betra en Geir Ólafs í sólinni.
0
Þorvaldur Örlygsson gerir einnig þrjár breytingar á liðinu sem vann ÍBV, 2:1, í 12. umferðinni. Eggert Kári Karlsson og Einar Logi Einarsson taka sér sæti á bekknum en Jón Vilhelm Ákason er ekki í leikmannahópnum. Kári Ársælsson snýr aftur eftir leikbann og þá koma einnig inn Andri Adolphsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
0
Þorvaldur Örlygsson gerir einnig þrjár breytingar á liðinu sem vann ÍBV, 2:1, í 12. umferðinni. Eggert Kári Karlsson og Einar Logi Einarsson taka sér sæti á bekknum en Jón Vilhelm Ákason er ekki í leikmannahópnum. Kári Ársælsson snýr aftur eftir leikbann og þá koma einnig inn Andri Adolphsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
0
Magnús Gylfason gerir þrjár breytingar á Valsliðinu sem tapaði 3:1 fyrir Fylki á heimavelli í síðustu umferð. Stefán Ragnar Guðlaugsson fer í miðvörðinn í stað Matarrs Jobe, Sigurður Egill Lárusson víkur fyrir Skotanum Iain Williamson á miðjunni og hinn ungi Indriði Áki Þorláksson, sem skoraði mark Vals gegn Fylki, tekur stöðu Kolbeins Kárasonar í framlínunni. Indriði Áki er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.
0
Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson; Arnar Már Guðjónsson, Kári Ársælsson, Thomas Sörensen, Andri Geir Alexandersson; Jóhannes Karl Guðjónsson, Joakim Wrele, Garðar Gunnlaugsson; Andri Adolphsson, Ármann Smári Björnsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
0
Lið Vals: Fjalar Þorgeirsson; Jónas Tór Næs, Magnús Már Lúðvíksson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Bjarni Ólafur Eiríksson; Haukur Páll Sigurðsson, Iain James Williamson, Daniel Craig Racchi; Arnar Sveinn Geirsson, Indriði Áki Þorláksson, Kristinn Freyr Sigurðsson.
0
Þegar liðin mættust á Akranesi í annarri umferð Pepsi-deildarinnar vann Valur öruggan sigur, 3:1. Haukur Páll Sigurðsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og James Hurst skoruðu mörk gestanna en Þórður Birgisson mark ÍA.
0
Valsmenn eru án sigurs í síðustu fimm leikjum en síðast unnu þeir Þór í 6. umferðinni í byrjun júní. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig. Skagamenn eru í 11. og næstsíðasta sæti deildarinnar en þeir unnu sinn annan sigur í sumar þegar þeir lögðu Eyjamenn á Skaganum í síðustu umferð.
0
Góða kvöldið! Mbl.is heilsar frá Vodafonevellinum að Hlíðarenda þar sem Valsmenn taka á móti ÍA í 13. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klukkan 20.00.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (M), .
Varamenn: (M), .

ÍA: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Valur 15 (8) - ÍA 8 (6)
Horn: ÍA 8 - Valur 3.

Lýsandi:
Völlur: Vodafone-völlurinn á Hlíðarenda

Leikur hefst
29. júlí 2013 20:00

Aðstæður:
15 gráðu hiti og gola. Völlurinn mjög góður.

Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Sverrir Gunnar Pálmason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert