Dagný lék fótbrotin á EM

Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. mbl.is/Kristinn

Þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði markið dýrmæta gegn Hollandi í riðlakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð fyrr í mánuðinum, þar sem hún skallaði glæsilega inn fyrirgjöf Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, var hún með brotið bátsbein í hægri fæti.

Beinið hafði brotnað í leik gegn Þýskalandi nokkrum dögum áður en það var ekki fyrr en í gær sem í ljós kom hvernig væri í pottinn búið.

Dagný hafði vissulega kveinkað sér vegna meiðsla en spilaði þær 180 mínútur sem Ísland átti eftir að spila á mótinu í kjölfar leiksins við Þjóðverja. Fyrst gegn Hollendingum og svo gegn Svíum í 8-liða úrslitunum.

Sjá viðtal við Dagnýju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert