Halti maðurinn hetjan í framlengingunni

Garðar Jóhannsson (t.v.).
Garðar Jóhannsson (t.v.). mbl.is

„Þetta var góður undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og verslunarmannahelgina almennt,“ sagði kampakátur Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2:1-sigur á KR í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi.

Garðar Jóhannsson skoraði sigurmarkið fyrir Stjörnuna á 111. mínútu framlengingar þegar hann skallaði aukaspyrnu Atla Jóhannssonar í netið en Garðar var að niðurlotum kominn og hefði alltént aldrei klárað leikinn ef ekki væri fyrir önnur meiðslavandræði Stjörnunnar í leiknum.

Eftirvæntingin fyrir leiknum var mikil enda mættust þessi lið í bikarúrslitum fyrir ári síðan og þá hafði KR sigur. Fallegur fótbolti var þó ekki í fyrirrúmi heldur baráttan sem var í algleymingi á kostnað góðs fótbolta.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert