Enginn samningsvilji hjá Aktobe

Ekki verður leikið við Kazakstana á Kópavogsvelli.
Ekki verður leikið við Kazakstana á Kópavogsvelli. mbl.is/Ómar

Breiðablik mun þurfa að leika seinni leik sinn við Aktobe frá Kasakstan, í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, á Laugardalsvelli í stað Kópavogsvallar.

Blikar hafa leikið gegn Santa Coloma frá Andorra og Sturm Graz frá Austurríki á fyrri stigum keppninnar en aðrar reglur gilda í þriðju umferðinni.

„Reglur UEFA kveða á um það að leikir í 3. umferð verði að fara fram á velli sem fellur í þriðja flokk svokallaðan, og það sem vantar upp á hér á Kópavogsvelli er flóðlýsing,“ sagði Atli Sigurðarson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Morgunblaðið í gær.

Sjá samtal við Atla um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert