Framarar komnir í bikarúrslit

Almarr Ormarsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttu um boltann …
Almarr Ormarsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttu um boltann á Laugardalsvellinum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Fram er komið í bikar­úr­slit eft­ir sig­ur á Breiðablik 2:1 í dag. Fram­ar­ar mæta Stjörn­unni í úr­slita­leik.

Fram­ar­ar voru mun betri í fyrri hálfleik og gest­irn­ir frá Kópa­vogi áttu lít­inn mögu­leika. Það var ein­hver Evr­ópuþreyta í Breiðablik en þeir spiluðu í Kasakst­an á fimmtu­dag.

Það þurfti ekki að bíða lengi eft­ir fyrsta mark­inu. Krist­inn Ingi Hall­dórs­son gerði það eft­ir níu mínutu. Mark sem Ólaf­ur Kristjáns­son, þjálf­ari Breiðabliks, var brjálaður yfir. Vildi fá auka­spyrnu þegar Árni Vil­hjálms­son datt á miðjum vell­in­um. Almarr ormars­son gerði vel, hélt áfram, sendi á Hólm­bert Aron sem skaut, Gunn­leif­ur varði en Krist­inn Ingi fylgdi vel á eft­ir og skoraði.

Almarr var frá­bær í fyrri hálfleik og sótti víta­spyrnu al­einn og yf­ir­gef­inn. Hljóp þá á eft­ir von­laus­um bolta, Sverr­ir var kæru­laus og tapaði ná­vígi, lenti á eft­ir og braut klaufa­lega af sér. Hólm­bert skoraði ör­ugg­lega úr spyrn­unni.

Ólaf­ur gerði tvær breyt­ing­ar í hálfleik og gest­irn­ir voru mun beitt­ari í síðari hálfleik. Fengu urm­ul af fær­um en hittu fyr­ir Ögmund Krist­ins­son í ban­astuði sem varði allt sem á markið kom.

En stífl­an brást á 71. mín­útu þegar Árni Vil­hjálms­son skoraði. Hann stóð af sér tæk­ling­ar og smurði bolt­an­um fram­hjá Ögmundi. Óverj­andi.

Þrátt fyr­ir nokkr­ar góðar til­raun­ir tókst Breiðablik ekki að jafna og Fram­ar­ar fögnuðu ógur­lega í leiks­lok enda komn­ir í bikar­úr­slit. Hafa þar tapað fjór­um síðustu úr­slita­leikj­um.

Lið Fram:  Ögmund­ur Krist­ins­son, Alan Low­ing, Jor­d­an Halsm­an, Krist­inn Ingi Hall­dórs­son,  Almarr Ormars­son, Vikt­or Bjarki Arn­ars­son, Samu­el Hew­son, Hólm­bert Aron Friðjóns­son,  Orri Gunn­ars­son, Ólaf­ur Örn Bjarna­son, Jon André Röyra­ne,

Vara­menn: Den­is Car­daklija, Hall­dór Her­mann Jóns­son, Daði Guðmunds­son, Jón Gunn­ar Ey­steins­son, Hauk­ur Bald­vins­son, Aron Bjarna­son, Bene­dikt Októ Bjarna­son.

Lið Breiðabliks: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Renee Troost, Elf­ar Árni Aðal­steins­son, Guðjón Pét­ur Lýðsson, Sverr­ir Ingi Inga­son, Viggó Kristjáns­son,  Krist­inn Jóns­son,  Ell­ert Hreins­son, Árni Vil­hjálms­son, Elv­ar Páll Sig­urðsson

Vara­menn: Arn­ór Bjarki Haf­steins­son, Gísli Páll Helga­son, Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Jök­ull Elísa­bet­ar­son, Nichlas Rohde, Andri Rafn Yeom­an

Fram 2:1 Breiðablik opna loka
skorar Kristinn Ingi Halldórsson (9. mín.)
skorar úr víti Hólmbert Aron Friðjónsson (40. mín.)
Mörk
skorar Árni Vilhjálmsson (71. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Breiðablik fær hornspyrnu
Spennan er mikil.
89 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
88 Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) á skalla sem er varinn
87 Fram fær hornspyrnu
83 Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) kemur inn á
83 Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) fer af velli
82
Ólafur hefur sett Sverri Inga fram, á móti Fram.
81 Breiðablik fær hornspyrnu
81 Breiðablik fær hornspyrnu
81 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Frábært skot en vel varið.
76 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Þetta var magnað. Sverrir Ingi gaf langan bolta í gegnum miðja vörnina en Ögmundur gerði vel og kom út og bjargaði.
74 Breiðablik fær hornspyrnu
74 Breiðablik fær hornspyrnu
74 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot sem er varið
Frábær sókn þar sem Árni Vilhjálms kom Rohde í gegn en Ögmundur varði gríðarlega vel með löppunum.
73 Fram fær hornspyrnu
71 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
Þetta var gríðarlega vel gert hjá Árna sem hefur verið ólíkur sjálfum sér í dag. Hann stóð af sér tæklingar og smurði boltanum framhjá Ögmundi. Óverjandi.
69 Almarr Ormarsson (Fram) á skot sem er varið
67 Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) fer af velli
65 Haukur Baldvinsson (Fram) kemur inn á
65 Jon André Röyrane (Fram) fer af velli
64 Fram fær hornspyrnu
62 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Vel varið hjá Ögmundi.
61 Breiðablik fær hornspyrnu
61 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Eftir barning í teignum fékk Elfar boltan, lét vaða en Allan Lowing bjargaði á marklínu.
59 Halldór Hermann Jónsson (Fram) kemur inn á
59 Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) fer af velli
59 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Vann Ólaf Örn í skallaeinvígi.
54 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
53 Breiðablik fær hornspyrnu
53 Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) á skot sem er varið
50 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Vel gert hjá Árna en rétt framhjá.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
46 Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri eftir 28 sekúndur.
46 Leikur hafinn
Ólafur ekkert að bíða með hlutina. Enda skiptir ekki máli hvernig þú tapar í bikarnum.
46 Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) fer af velli
46 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fer af velli
46 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
46 Nichlas Rohde (Breiðablik) kemur inn á
45
Jahá. Þetta er verðskuldað en óvænt. Kæmi ekkert á óvart ef Ólafur gerði tvær, jafnvel þrjár skiptingar í hálfleik. Liðið hans er búið að vera ólíkt sjálfu sér. Almarr Ormarsson er hins vegar búinn að vera frábær í þessum fyrri hálfleik.
45 Hálfleikur
45 Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Töluvert yfir
45 Breiðablik fær hornspyrnu
42
Sverrir Ingi var klaufi þarna. Almarr gafst ekki upp, hljóp á eftir vonlausum bolta. Sverrir var kærulaus og tapaði návígi, lenti á eftir og braut klaufalega af sér. Þetta var semsagt klaufalegt allt saman.
40 MARK! Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) skorar úr víti
2:0 - Öruggt. Setti Gunnleif í rangt horn.
39 Fram fær víti
Almarr er í stuði í dag. Sótti þetta algjörlega einn.
35 Almarr Ormarsson (Fram) á skot sem er varið
33
Almarr fékk boltan eftir mistök Guðjóns Péturs, reyndi að leika á fjölmarga leikmenn gestanna en fór ílla með gott tækifæri.
28 Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) á skalla sem er varinn
Góður skalli en Gunnleifur vel á verði.
26 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Stórhættulegt en vel varið hjá Ögmundi.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
22 Breiðablik fær hornspyrnu
16
Stórhætta upp við mark Framara. Ögmundur skellt sér í skógarferð, missti af boltanum en það vantaði einhvern að setja stóru tána í boltan.
11 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Aukaspyrna sem Ögmundur sló út í teiginn.
9 Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) á skot sem er varið
9 MARK! Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) skorar
Ólafur Kristjánsson er brjálaður við Garðar Örn. Vildi fá aukaspyrnu þegar Árni Vilhjálmsson datt á miðjum vellinum. Almarr gerði vel, hélt áfram, sendi á Hólmbert sem skaut, Gunnleifur varði en Kristinn Ingi fylgdi vel á eftir og skoraði.
7 Fram fær hornspyrnu
4
Atgangur upp við teig gestanna. Elfar Árni hreinsar á síðustu stundu.
4 Fram fær hornspyrnu
3 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Aukaspyrna af um 20 metra færi. Auðvelt fyrir Ögmund.
1 Leikur hafinn
Garðar Örn Hinriksson hefur flautað til leiks.
0
Guðmundur Benediktsson sýndi hér gamalkunna takta. Fékk boltann óvænt eftir lélega sendingu varamanna Breiðabliks, tók hann á hælinn, lyfti honum upp og sendi örugga sendingu á Olgeir. Smekklega gert.
0
Ríkharður gerir þrjár breytingar á liði Fram, Jón Gunnar Eysteinsson, Haukur Baldvinsson og Benedikt Októ Bjarnason eru teknir út. Þeirra í stað eru komnir Orri Gunnarsson, Ólafur Örn Bjarnason og Jon André Röyrane.
0
Ríkharður Daðason vekur gríðarlega athygli hér í blaðamannastúkunni því hann er kominn úr fínu fötunum og er í æfingargalla.
0
Ólafur Kristjánsson gerir fjórar breytingar á sínu liði. Verkalýðssonurinn Elfar Árni kemur inn eins og þeir Árni Viljálmsson, Viggó Kristjánsson og Elvar Páll Sigurðsson.
0
Byrjunarliðin eru ekki komin en forvitnilegt verður að sjá hvað Ólafur Kristjánsson gerir við liðið sitt, Breiðablik. Hann á jú mjög erfiðan leik í vikunni gegn Aktobe frá Kasakstan Fyrri leik liðanna lauk með sigri Aktobe 1:0.
0
Aðstæður hér á Laugardalsvelli eru til fyrirmyndar. 15 stiga hiti, smá andvari en hornfánarnir hreyfast ekki. Sting í græjunum og allt að verða klárt.
0
Breiðablik valtaði yfir nágranna sína í HK, 4:0, í 32-liða úrslitum, vann ÍA, 3:0, í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og burstaði svo 1. deildar Víkings Reykjavíkur, 5:1, í 8-liða úrslitum.
0
Fram komst í undanúrsltin með því að leggja erkifjendurnar í Val, 2:1, í 32-liða úrslitum, Ólafsvíkinga í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum og svo 2. deildar lið Góttu, 2:1, í undanúrslitum.
0
Fram og Breiðablik mættust í 9. umferð Pepsi-deildarinnar 30. júní og skildu jöfn, 1:1. Framarar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar í þeim síðari. Jordan Halsman skoraði mark Fram en Olgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir Breiðablik á 84. mínútu.
0
Sigurliðið mætir Stjörnunni sem vann KR, 2:1, í rafmögnuðum undanúrslitaleik í Samsung-vellinum í Garðabæ síðastliðinn fimmtudag þar sem Garðar Jóhannsson skoraði sigurmarkið í framlengingu.
0
Þessi sömu lið mættust hér á Laugardalsvellinum í bikarúrslitum 2009 en þá vann Breiðablik sinn fyrsta stóra bikar í meistaraflokki karla með því að leggja Fram í vítaspyrnukeppni. Árið eftir vann Breiðablik svo sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en Framara þyrstir í annan titil. Fram vann síðast bikarinn 1989 og Íslandsmeistaratitilinn ári síðar. Biðin er orðin ansi löngi í Safamýri og væri gott fyrir menn að komast í bikarúrslitin.
0
Góðan dag! Mbl.is heilsar frá þjóðarleikvanginum í Laugardal þar sem Fram tekur á móti Breiðabliki í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta klukkan 16.00.
Sjá meira
Sjá allt

Fram: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 15 (10) - Fram 8 (8)
Horn: Breiðablik 11 - Fram 5.

Lýsandi:
Völlur: Laugardalsvöllur.
Áhorfendafjöldi: 1.027

Leikur hefst
4. ágú. 2013 16:00

Aðstæður:
Hægur vindur, skýjað með köflum og hitinn um 14 gráður. Völlurinn glæsilegur

Dómari: Garðar Örn Hinriksson.
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnnarsson, Smári Stefánsson.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert